Fatlað fólk í Evrópu beitt ofbeldi og brotið á mannréttindum þess

„Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi, fólk sem er bundið, lokað inn í búrum og einangrunarklefum. Við myndum ekki samþykkja svona meðferð á dýrum en þetta er veruleiki margs fatlaðs fólks í Evrópu (og víðar) í dag. Það er gild ástæða fyrir því að við sem erum í forsvari fyrir fatlað fólk tökum baráttunni alvarlega og berjumst af hörku fyrir okkar réttindum. Við höfum heldur ekki húmor fyrir því að ófatlað fólk móðgist yfir okkar réttindabaráttu.

Það er með öllu ólíðandi að fjármagn frá Evrópusambandinu sem ætti að nýta í afstofnanavæðingu skuli notað til uppbyggingar á nýjum stofnunum eða til að endurgera gamlar stofnanir. Þetta er það sem málshöfðun Evrópusamtaka um sjálfstætt líf (ENIL) gegn Evrópusambandinu snýst um. Ég er stoltur af því að NPA miðstöðin, sem meðlimur ENIL, taki þátt í þeirri baráttu. Ég er stoltur af því að í myndbandinu megi sjá fulltrúa NPA miðstöðvarinnar bregða fyrir þar sem þau taka þátt í kröfugöngu fyrir frelsi fatlaðs fólks, í Brussel núna í haust.“

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar

 

 

Þrjú baráttufélög fatlaðs fólks í Evrópu kæra Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

Þann 15. nóvember síðastliðinn lögðu þrjú baráttufélög fatlaðs fólks í Evrópu fram sameiginlega kæru gegn framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem slíkt er gert. Kæra félaganna snýr að því að Framkvæmdastjórnin hefur ekki stöðvað fjárveitingar til Búlgaríu, þar sem fyrirhugað er að nýta fjármagnið til uppbyggingar á stofnunum og stofnanaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Lesa >>

NPA miðstöðin komin með starfsleyfi

NPA miðstöðin hefur nú aflað starfsleyfis frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) til að starfa sem umsýsluaðili með NPA samningum.

Í lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir, þar sem meðal annars er kveðið á um réttinn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), er kveðið á um skyldu allra aðila sem hyggjast veita þjónustu á grundvelli laganna að afla starfsleyfis frá Félagsmálaráðuneytinu (GEF). Undir það falla meðal annars umsýsluaðilar með NPA samningum. Þá er einnig gerð krafa um að umsýsluaðilar sitji námskeið á vegum ráðuneytisins um NPA.

NPA miðstöðin hefur nú bæði aflað starfsleyfis til að starfa sem umsýsluaðili og lokið skyldunámskeiði ráðuneytisins fyrir umsýsluaðila og getur því nú tekið að sér umsýslu með NPA samningum á landinu öllu.

Lesa >>

Fleiri greinar...