Opinn upplýsingafundur fyrir fatlað fólk með NPA, beingreiðslusamninga og aðstoðarfólk þeirra, vegna COVID-19

Upplýsingafundur NPA miðstöðvarinnar í samstarfi við Almannavarnir og Embætti landlæknis verður haldinn þriðjudaginn 27. október kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er: Sóttvarnarráðstafanir vegna COVID-19 fyrir fatlað fólk með NPA eða beingreiðslusamninga og aðstoðarfólk þeirra.
Á fundinum gefst einstakt tækifæri til að hlusta á sérfræðinga um kórónaveirufaraldurinn og til að fá svör við þínum spurningum, t.d. spyrja út í notkun á hlífðarbúnaði, rétt viðbrögð við smiti eða sóttkví og hvernig best sé að standa að forvörnum og undirbúningi vegna mögulegra smita. María Rúnarsdóttir, fulltrúi velferðarmála í samhæfingarstöð almannavarna, mun m.a. fara með einföldum hætti yfir helstu atriðin úr útgefnum leiðbeiningum fyrir fatlað fólk vegna COVID-19.