Þriðja bylgja COVID-19 á Íslandi

Eins og allir vita fjölgaði COVID-19 smitum töluvert fyrir stuttu og er litið svo á að þriðja bylgja faraldursins sé nú í gangi hérna á Íslandi. Fjöldi greindra smita á dag náði hámarki þann 18. september síðastliðinn þegar 75 aðilar greindust með veiruna. Síðan þá hefur fjöldi nýgreindra yfirleitt verið á fjórða tug einstaklinga dag hvern. Samkvæmt yfirvöldum gengur vinna rakningarteymis vel.
NPA miðstöðin hvetur notendur og aðstoðarfólk til að halda vöku sinni og rifja reglulega upp helstu leiðbeiningar vegna C-19 og jafnframt fylgjast með og kynna sér nýjar fréttir og upplýsingar eftir því sem þær berast. Við bendum sérstaklega á leiðbeiningar NPA miðstöðvarinnar vegna COVID-19 sem má finna hér fyrir neðan, auk ýmissa frekari upplýsinga.