Er NPA fyrir mig? Opinn jafningjafræðslu- og kynningarfundur

NPA miðstöðin stendur fyrir opnum jafningjafræðslu- og kynningarfundi um NPA, mánudaginn 12. mars kl. 17.00. Farið verður yfir helstu atriði sem snúa að notendastýrðri persónulegri aðstoð og boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Umfjöllunarefni
● Reynslusögur notenda.
● Er NPA fyrir mig?
● Hvernig sækir maður um NPA?

Lesa >>

Prenta | Netfang

Jafningjafræðsla: 5% hvað?

Um hvað snúast þessi 5% eiginlega? Hvernig ber að nýta þau?

Jafningafræðslufundur NPA miðstöðvarinnar verður haldinn næsta fimmtudag, 1. mars, kl. 20:00 á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar, Hátúni 12 (vestur inngangur).

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir mun kynna málið og stýra umræðum.

Fjöldi NPA vinnustunda ræðst af stærð NPA samnings hjá tilteknum NPA notanda. NPA vinnustundin er taxti, fjárhæð sem skipt er í þrennt, launakostnað, umsýslukostnað og kostnað við starfsmannahald.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Nýárskveðja - stutt yfirlit yfir árið 2017

Á árinu 2017 hefur NPA miðstöðin sem endra nær séð um umsýslu NPA samninga félagsmanna sem jafnframt eru eigendur NPA miðstöðvarinnar. NPA miðstöðin ber meðal annars ábyrgð á launagreiðslum, tryggingum starfsfólks, gerð ráðningarsamninga og samskiptum við ríki og sveitarfélög.

NPA miðstöðin hefur haldið áfram að byggja upp fræðslustarfið sem miðstöðin býður upp á. Miðstöðin hefur staðið fyrir fjölda jafningjafræðslufunda á árinu þar sem félagsfólki miðstöðvarinnar hefur gefist kostur á að spjalla og ráðfæra sig við hvert annað. Á jafningjafræðslufundum hefur einnig verið boðið upp á fyrirlestra, t.d. um hugmyndafræðina um sjálfstætt líf, skipulag og utanumhald NPA samninga, ferðalög og NPA og fleira. Miðstöðin hefur jafnframt haldið námskeið fyrir aðstoðarfólk, annars vegar í skyndihjálp þar sem fatlaður einstaklingur er sá sem veita þyrfti skyndihjálp og einnig námskeið í hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...