Hvernig hjálpar NPA miðstöðin fötluðu fólki af stað?

Sú/sá sem er að hugleiða að sækja um NPA samning og hefur áhuga á að nýta NPA miðstöðina sem umsýsluaðila getur haft samband við okkur á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Bjóðum við þá upp á fund þar sem við kynnum starfsemi okkar, hlutverk og hugmyndafræði til þess að fatlað fólk viti fyrir hvað við stöndum áður en það velur hvort það vilji gerast eigandi í miðstöðinni eða ekki.

Ef fötluð manneskja ákveður að gerast eigandi í NPA miðstöðinni getur hún nýtt sér hana til að aðstoða sig við að meta þjónustuþörf, sækja um NPA og vera innan handar í öllu því sem viðkemur því að vera verkstjórnandi yfir aðstoðarfólki

Jafningjaráðgjöf

Eitt það mikilvægasta í starfi NPA miðstöðvarinnar er jafningjaráðgjöf. Jafningjaráðgjöf er þegar fólk í sambærilegri stöðu hittist, veitir hvert öðru stuðning og deilir reynslu sinni.

Hjá NPA miðstöðinni starfa jafningjaráðgjafar sem veita fötluðu fólki og fjölskyldum þess ráðgjöf. Við vinnum samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og horfum þar með á vanda fatlaðs fólks sem vanda sem liggur utan við manneskjuna sjálfa. Það þýðir að við reynum að koma auga á hvað það er í umhverfinu sem þarf að breyta svo fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi. Við horfum ekki á skerðingu einstaklings sem orsök vandans.

Jafningjaráðgjöf getur bæði verið í gegnum hópafundi og einstaklingsráðgjöf.

Einstaklingsráðgjöfin beinist að því að aðstoða fatlað fólk við að skilgreina þjónustuþörf sína með sjálfsmati, veita stuðning á fundum hjá sveitarfélögum á meðan á umsóknarferli um NPA á sér stað og ef um endurmat á NPA samningi er að ræða. Jafnframt að veita ráðgjöf í tengslum við starfsmannahald aðstoðarfólks, hlutverk verkstjórnenda og í aðstæðum þar sem upp kemur ágreiningur eða óánægja í samskiptum verkstjórnanda og aðstoðarfólks.

Hópafundir fara fram reglulega hjá NPA miðstöðinni og hafa það markmið að skapa aðstæður fyrir fatlað fólk sem er að sækja um eða er með NPA til að hittast, miðla og deila reynslu sinni. Fundirnir fara fram með stýrðum umræðum þar sem skilgreint efni er til umfjöllunar hverju sinni.

Lögð er mikil áhersla á að:

 • jafningjaráðgjöf er ekki veitt á grundvelli fagmenntunar heldur persónulegrar reynslu af NPA
 • er ekki meðferðarúrræði heldur leið til valdeflingar
 • er ekki skylda heldur valfrjáls

Kolbrún Dögg

Jafningjaráðgjöf styrkir mig og annað fatlað fólk í baráttunni fyrir sjálfstæðu lífi og að finna að ég er ekki ein í baráttunni og uppgötva hvað við eigum sameignlegt. Því þrátt fyrir að við séum með ólíkar skerðingar, þá höfum við sameiginlega reynslu af mismunun og undirokun. Ég er svo þakklát fyrir hugmyndafræðina um sjálfstætt líf. Hún hefur breytt líðan minni og hugsunarhætti. Ég eflist með hverjum fundi og hef fengið stuðning við að taka mín fyrstu skref að vera með notendastýrða persónulega aðstoð. Jafningjaráðgjöf hefur nýst mér mjög vel við að undirbúa mig að vera vinnuveitandi og verkstjóri yfir mínu aðstoðarfólki.
Kolbrún Dögg

Hlutverk NPA miðstöðvarinnar

NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks. Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur ­þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Með ­umsýslu er ekki aðeins átt við bókhaldsþjónustu heldur svo miklu meira. Hjá NPA miðstöðinni er unnið samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA miðstöðin er í raun og veru þekkingarfyrirtæki þar sem fatlað fólk með NPA safnar og miðlar þekkingu sinni til hvers annars.

Þjónusta NPA miðstöðvarinnar
Fatlað fólk sem óskar eftir að gerast félagsmenn í NPA miðstöðinni, getur fengið ýmis konar aðstoð frá miðstöðinni, t.d.:

 • Í samskiptum við sveitarfélag sitt
 • Við að meta þjónustuþörf sína
 • Við að sækja um NPA

NPA miðstöðin aðstoðar félagsmenn í öllu sem viðkemur því að vera verkstjórnandi yfir aðstoðarfólki, svo sem:

 • Að auglýsa eftir og ráða aðstoðarfólk
 • Að skipuleggja vaktir og utanumhald vinnustunda
 • Að vera í hlutverki verkstjórnanda
 • Með jafningjafræðslu, námskeiðum og ráðgjöf

Hlutverk NPA miðstöðvarinnar eru meðal annars að:

 • Halda úti jafningjaráðgjöf meðal félagsmanna.
 • Bjóða verkstjórnendum upp á námskeið og þjálfun í hlutverki sínu.
 • Bjóða upp á námskeið fyrir aðstoðarfólk.
 • Veita ráðgjöf til fatlaðs fólks og aðstandenda.
 • Annast faglega umsýslu með NPA samningum, þ.m.t. greiða aðstoðarfólki laun og sjá um launatengd mál.
 • NPA miðstöðin hefur gert sérkjarasamning um NPA aðstoðarfólk við Eflingu og Starfsgreinasambandið, sem hún viðheldur.
 • Annast samskipti og samstarf við stéttarfélög, m.a. við gerð kjarasamninga og í ágreiningsmálum er varða NPA.
 • Halda verkstjórnendum upplýstum um notkun sína á NPA samningnum.
 • Halda sveitarfélögum upplýstum um stöðu þeirra NPA samninga sem miðstöðin annast umsýslu með.
 • Sinna pólitískri baráttu gagnvart Alþingi og stjórnvöldum ríkis og sveitarfélaga.
 • Efla þekkingu á NPA og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf innan stjórnsýslunnar og í samfélaginu öllu.

Aldís og Ragnar

Það hefur verið okkur ómetanlegt að njóta góðrar aðstoðar frá NPA miðstöðinni. Þegar sonur minn fékk NPA samning átti miðstöðin stóran þátt í því og var okkur innan handar í öllu því ferli. Til dæmis aðstoðuðu ráðgjafar miðstöðvarinnar okkur við að greina þjónustuþörfina og mættu með okkur á mikilvæga fundi. Eftir að við skrifuðum undir NPA samninginn höfum við fengið góða aðstoð við allt utanumhald, svo sem aðstoð við gerð starfslýsinga, aðstoð við alla umsýslu og þjálfun í starfsmannahaldi. Síðast en ekki síst höfum við öðlast nýja og skýrari sýn á hugmyndafræðina um „sjálfstætt líf“ til dæmis með jafningjaráðgjöf og einstaklingsráðgjöf sem hefur gert okkur að betri yfirmönnum.
Aldís

Stjórn og starfsfólk NPA miðstöðvarinnar

Stjórn NPA miðstöðvarinnar var síðast kosin á aðalfundi þann 5. maí 2018.

Formaður: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Gjaldkeri: Hallgrímur Eymundsson
Ritari: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Varamenn sem kosnir voru á aðalfundinum eru:

Fyrsti varamaður: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Annar varamaður: Halldóra Bjarnadóttir
Þriðji varamaður: Anna Sigríður Sigurðardóttir


Starfsmenn á skrifstofu eru eftirfarandi:

Framkvæmdastjóri: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Verkefnisstjóri: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ráðgjafi: Andri Valgeirsson
Ráðgjafi: Anna Guðrún Sigurðardóttir
Bókari og launafulltrúi: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fleiri greinar...