Hlutverk NPA miðstöðvarinnar

NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks. Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur ­þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Með ­umsýslu er ekki aðeins átt við bókhaldsþjónustu heldur svo miklu meira. Hjá NPA miðstöðinni er unnið samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA miðstöðin er í raun og veru þekkingarfyrirtæki þar sem fatlað fólk með NPA safnar og miðlar þekkingu sinni til hvers annars.

Þjónusta NPA miðstöðvarinnar
Fatlað fólk sem óskar eftir að gerast félagsmenn í NPA miðstöðinni, getur fengið ýmis konar aðstoð frá miðstöðinni, t.d.:

NPA miðstöðin aðstoðar félagsmenn í öllu sem viðkemur því að vera verkstjórnandi yfir aðstoðarfólki, svo sem:

Hlutverk NPA miðstöðvarinnar eru meðal annars að:

Aldís og Ragnar

Það hefur verið okkur ómetanlegt að njóta góðrar aðstoðar frá NPA miðstöðinni. Þegar sonur minn fékk NPA samning átti miðstöðin stóran þátt í því og var okkur innan handar í öllu því ferli. Til dæmis aðstoðuðu ráðgjafar miðstöðvarinnar okkur við að greina þjónustuþörfina og mættu með okkur á mikilvæga fundi. Eftir að við skrifuðum undir NPA samninginn höfum við fengið góða aðstoð við allt utanumhald, svo sem aðstoð við gerð starfslýsinga, aðstoð við alla umsýslu og þjálfun í starfsmannahaldi. Síðast en ekki síst höfum við öðlast nýja og skýrari sýn á hugmyndafræðina um „sjálfstætt líf“ til dæmis með jafningjaráðgjöf og einstaklingsráðgjöf sem hefur gert okkur að betri yfirmönnum.
Aldís

Prenta |