Ráðgjafi óskast til starfa

NPA miðstöðin óskar eftir að ráða öflugan ráðgjafa til starfa á skrifstofu miðstöðvarinnar.

Viðkomandi mun fá tækifæri til að taka þátt í þróa starfið sitt, ásamt því að taka þátt í uppbyggingu á starfsemi og þjónustu NPA miðstöðvarinnar. Starfið felst í því að veita núverandi og væntanlegum NPA notendum hjá NPA miðstöðinni ráðgjöf er varðar skipulag og framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Um er að ræða spennandi, fjölbreytt og lærdómsríkt starf í lifandi starfsumhverfi sem enn er í þróun.

Um er að ræða allt að 100% starfshlutfall. Unnið er á hefðbundnum skrifstofutíma en vinnutími getur verið sveigjanlegur. Sérstaklega verður horft til umsækjenda sem hafa persónulega reynslu af NPA eða sambærilegu og við tökum fagnandi á móti umsóknum frá fötluðu fólki.

 

Helstu verkefni:

 • Ráðgjöf, samskipti og aðstoð við félagsfólk, aðstoðarfólk og aðra um þætti er snúa að framkvæmd NPA og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf.
 • Taka á móti erindum sem berast miðstöðinni og svara fyrirspurnum.
 • Að taka þátt í almennum störfum og verkefnum á vegum NPA miðstöðvarinnar.
 • Að leiðbeina, styðja og hvetja félagsfólk til þátttöku.
 • Að efla sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt félagsfólks.


Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg, til dæmis í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða fötlunarfræðum.
 • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Sjálfstæði, ábyrgð í starfi og framtakssemi.
 • Geta til að bregðast við breyttum aðstæðum.
 • Almenn og góð tölvukunnátta.
 • Hreint sakavottorð.

NPA miðstöðin er vaxandi samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og er rekin án ágóðasjónarmiða. Á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar starfa nú sjö manns og mun miðstöðin flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í apríl á þessu ári. Hlutverk miðstöðvarinnar er að vinna að framgangi hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf og innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar á Íslandi. NPA miðstöðin tekur einnig að sér umsýslu með NPA samningum félagsmanna sinna (umsýsluaðili) og annast margvíslega hagsmunagæslu, fræðslu og ráðgjöf.

Umsókn, ásamt ferilskrá, sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2020. Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Eysteinsson, framkvæmdastjóri, í síma 567 8270 eða í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..