Ég òska eftir röskum og hressum aðstoðarkonum.

Ég er 40 ára tveggja barna móðir ì Breiðholtinu. Börnin mín eru  1 og 2 ára. Vegna veikinda minna þarf ég aðstoð með börnin mín og öll dagleg störf.

Starfið, sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, felur ì sér aðstoð við flestar athafnir í daglegu lífi. Öll heimilisstörf, umönnun barnanna og sinna hundinum. Ég er hreyfihömluð og nota hjólastól.

Mikilvægt er að viðkomandi sé lìkamlega hraust, hafi gaman af börnum, er jákvæð og hjálpsöm, snyrtileg og geti unnið sjàlfstætt.

Bílpróf er nauðsynlegt og ìslensku kunnàtta skilyrði. Skila þarf inn sakavottorði.

Laun eru samkvæmt sérkjarasamningum NPA við  Eflingu.

70-100% starf frá kl.7 a morgnana, viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.

Hlakka til að heyra i ykkur.

Umsóknir berist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðstoðarkona óskast í hópinn

Ég er að leita að nýrri aðstoðarkonu í hópinn minn sem getur hafið störf í febrúar. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu. Vaktir eru oft 20 – 24 tíma sólarhringsvaktir virka daga en styttri vaktir um helgar. Sólarhringsvakt felur í sér svokallaða hvíldarvakt að nóttu (sofandi vakt).  Laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar stéttarfélags.  

Um hvað snýst starfið

Ég þarf aðstoð við flestar athafnir í daglegu lífi, er hreyfihömluð og nota hjólastól. Starfið er fjölbreytt og vinnustaðurinn er þar sem ég er hverju sinni; heima, í skólanum, úti í búð eða á ferðalögum.  Ég bý í Mosfellsbæ og stunda nám við Listaháskóla Íslands og þarf  ýmsa aðstoð m.a. við að glósa og framkvæma ýmis listræn verkefni. Því er æskilegt að umsækjandi hafi góða íslensku og enskukunnáttu.   

Hæfni

Aðstoðarkona þarf að vera orðin 21 árs, hafa hreint sakavottorð og bílpróf. Eiga auðvelt með að taka leiðsögn, vera líkamlega hraust, sveigjanleg og opin fyrir nýrri reynslu. Hún þarf að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir starfinu, líkama mínum og heimili.

Hægt er að kynna sér NPA og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf, á vef NPA miðstöðvarinnar, www.npa.is.

Fyrirspurn um starfið, umsókn ásamt ferilskrá og upplýsingum um tvo meðmælendur sendist á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2020.

Aðstoðarfólk óskast á Selfossi

Ég er að leita mér að aðstoðarfólki til að vinna hjá mér og aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs. Ég bý á Selfossi, ég er 27 ára gamall hreyfihamlaður maður, er mikill dýravinur og hef áhuga á bíomyndum þannig ekki væri leiðinlegt ef umsækjendur hefðu gaman af bíoferðum. Ég mun á þessu ári líklegast leita mér af starfi, og aðstoðarmanneskjur gætu þurft að aðstoða mig við það.

Um er að ræða c.a 40-100% starf. Um vaktavinnu (dag og nætur) er að ræða og laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu. Starfið hentar með öðrum verkefnum eins og háskólanámi.

Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Reynsla af þjónustu við fatlað fólk er ekki nauðsynleg. Umsækjendur skulu vera opin fyrir dýrum, með bílpróf og hreint sakavottorð. Nauðsynlegt er að eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Traust, virðing, jákvæðni og stundvísi eru mikilvægir kostir í starfinu. Hægt er að kynna sér hugmyndafræði NPA á vef NPA miðstöðvarinnar www.npa.is.

Umsóknir með ferilskrám sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar.

Aðstoðarfólk óskast

Ég er að leita að nýju aðstoðarfólki Um er að ræða vaktavinnu 40-100% vinnu eftir því hvað hentar best umsækjendum. Starfið er mjög fjölbreytt og sjaldan koma tveir eins dagar í röð.

Ég þarf aðstoð við flestar athafnir í daglegu lífi og persónulega umhirðu. Ég er hreyfihamlaður og fer ferða minna í hjólastól, búsettur í Reykjavík og vinn fyrir hagsmunasamtök fatlaðs fólks sem þýðir mikla fundasetu og kaffidrykkju út um allan bæ. Ég á það til að fara í ferðalög og jafnvel löng ferðalög þannig að það er ágætt að aðstoðarfólk sé tilbúið slíkt. Ég gaman af gaðyrkju og hef góðan garð á heimilinu mínu sem ég þarf aðstoð við að sinna. Þá hef ég líka gaman að allskonar fínni handavinnu og grúski sem ég þarf mikla aðstoð við, því þarf aðstoðarfólk að vera mjög þolinmótt og vandvirkt. Ekki er verra ef fólk hefur einhverja reynslu af heimilishaldi en þó er alltaf hægt að læra.

Aðstoðarfólk þarf að hafa hreint sakavottorð, reyklaust, bílpróf, tala íslensku eða ensku, vera hraust, þolinmótt, sveigjanlegt og opið fyrir nýrri reynslu. Það þarf að sýna ábyrgð en ekki forræðishyggju og bera virðingu fyrir starfinu, lífi mínu og heimili.Ekki er gerð krafa um starfsreynslu af vinnu með fötluðu fólki.

Umsóknarfrestur er til. 20. janúar 2020 og skulu fyrirspurnir og umsóknir berast á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Vinsamlega sendið ferilskrá og lista yfir meðmælendur með umsókn.

 

Aðstoðarfólk óskast til starfa hjá framhaldsskólanema fyrir norðan

Er að leita að aðstoðarfólki til að vinna hjá mér og aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs. Ég bý á Akureyri og mun stunda nám við MA í vetur. Um er að ræða c.a. 60% starf.

Um vaktavinnu er að ræða og laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar. Starfið hentar með öðrum verkefnum eins og háskólanámi. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Reynsla af starfi með fötluðu fólki ekki nauðsynleg. Umsækjendur skulu vera líkamlega hraustir, reyklausir, með bílpróf og hreint sakavottorð. Nauðsynlegt er að eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Traust virðing, jákvæðni og stundvísi eru mikilvægir kostir í starfinu.

Hægt er að kynna sér hugmyndafræði NPA á vef NPA miðstöðvarinnar www.npa.is. Fyrirspurnir um starfið, umsóknum ásamt ferilskrá og upplýsingum um tvo meðmælendur skal senda á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k.