Drífandi aðstoðarfólk óskast til hlutastarfa

 

37 ára gamall karlmaður með kvíðaröskun óskar eftir jákvæðu og drífandi aðstoðarfólki í hlutastarf. Starfið, sem byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, felst í aðstoð við daglegar athafnir bæði innan heimilis sem utan. Um hugmyndafræðina má lesa nánar inni á heimsíðunni www.npa.is

Helstu verkefni:

 • Aðstoð við daglegar athafnir
 • Markmiðasetning
 • Aðstoð við skipulagningu
 • Fylgja viðkomandi í vinnu
 • Viðra hund
 • Ferðalög innanlands
 • Þátttaka í félagslífi o.fl.

Hæfniskröfur:

 • Góð samskiptahæfni
 • Jákvæðni
 • Sjálfstæði
 • Þolinmæði
 • Hvetjandi
 • Sveigjanleiki
 • Hreint sakavottorð

Nemar í sálfræði, uppeldisfræði, þroskaþjálfafræðum, læknisfræði og kvikmyndagerð eru sérstaklega hvattir til að sækja um starfið.

Íslenskukunnátta er skilyrði.

Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða.

Aldurstakmark er 20 ár. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2019.

Við umsóknum og frekari fyrirspurnum um starfið tekur Frosti: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA-miðstöðvar við Eflingu.

Aðstoðarkonur óskast

Afrekskona í sundi leitar að aðstoðarkonum.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf fatlaðra einstaklinga.

Laun eru samkvæmt sérkjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.

Vinnutími er frá kl. 07-13 og/eða eftir samkomulagi. Vinnutími frá kl. 15-22 þá er aðstoðin sértaklega í kringum sundæfingar hjá mér.

Viðkomandi verður að hafa bílpróf, hreint sakavottorð og tala einhverja íslensku.

Áhugasamar hafi samband í emailið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 1. desember.

Hress NPA aðstoðarmaður óskast í að aðstoða 15 ára strák

Jákvæðir og duglegir karlkyns aðstoðarmenn óskast í hlutastarf um helgar.

Starfið, sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, felur í sér að aðstoða 15 ára strák á heimili sínu í Hafnarfirði við allar þær athafnir sem þarf.

Nánar má lesa um hugmyndarfræðina um sjálfstætt líf og NPA á vefsíðunni www.npa.is.

Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu.

Umsóknir og fyrirspurnir sendast á Lilju: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 11. nóvember.

Aðstoðarkonur óskast fyrir móður með NPA

Ég òska eftir röskum og hressum aðstoðarkonum.

Ég er 40 ára tveggja barna móðir ì Breiðholtinu. Börnin mín eru tveggja ára og 11 mánaða. Vegna veikinda minna þarf ég aðstoð með börnin mín og öll dagleg störf.

Starfið, sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, felur ì sér aðstoð við flestar athafnir í daglegu lífi. Ég er hreyfihömluð og nota mestmegnis hjólastól.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi gaman af börnum er jákvæð og hjálpsöm.

Bílpróf er nauðsynlegt og ìslensku kunnàtta skilyrði.

Laun eru samkvæmt sérkjarasamningum NPA við  Eflingu. 

Hlutastarf ì boði, viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.

Hlakka til að heyra i ykkur.

 

Sendið inn umsóknir á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðstoðarverkstjórnandi óskast

30 ára kona sem býr ein í vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir aðstoðarverkstjórnanda 30 ára eða eldri í hlutastarf til aðstoða við skipulag í daglegu lífi. Athugið að lítill hundur er á heimilinu. Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og reynslu í starfi með fötluðum.

Hlutverk og ábyrgð aðstoðarverkstjórnanda felst m.a. í því að:

 • Auglýsa eftir starfsfólki, taka atvinnuviðtöl og ráða aðstoðarfólk
 • Gera vinnuskipulag fyrir aðstoðarfólkið og skrá tíma
 • Gera starfslýsingu fyrir aðstoðarfókið
 • Vera leiðbeinandi fyrir aðstoðarfólkið og skapa gott vinnuumhverfi
 • Tryggja aðstoðarfólk á fastar vaktir og til afleysinga ef upp koma veikindi
  eða frí
 • Halda starfsmannafundi einu sinni á misseri
 • Halda vikulega fundi með verkstjórnanda og vinna 1-2 vaktir á viku.

Umsóknir með ferilskrám og fyrirspurnir sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 26. nóvember n.k.