Starfskraftur óskast

Hefur þú óbeit á óhreinindum? Hefur þú masterað „wax on, wax off“ tæknina? Er Marie Kondo uppáhalds celebið þitt? Þá er ég að leita að þér! Andri heiti ég og er 34 ára starfsmaður NPA miðstöðvarinnar. Mig vantar aðstoð við þrif á heimili mínu og er því að leita að snillingi til starfa sem fyrst. Þetta er hlutastarf sem hentar vel með skóla og/eða annarri vinnu.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og eru laun samkvæmt sérkjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið. Sjá nánar um NPA og sjálfstætt líf hér: https://npa.is/index.php/hvad-er-npa/hugmyndafraedin-um-sjalfstaett-lif

Sækja má um með að senda ferilskrá á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er til 9. september