NPA aðstoðarfólk óskast á Akureyri

Ég er að leita að persónulegu aðstoðarfólki í fullt starf og eða hlutastarf til að vinna hjá mér og aðstoða mig með hvað sem er, hvert sem ég fer, við leik, störf og nám eins og þörf er á.

Um er að ræða vaktavinnu (dag-, kvöld og einstaka næturvaktir) og eru laun samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar. Ég þarf aðstoðarfólk sem getur unnið á breytilegum vöktum, alla daga vikunnar. Ég er að leita að kvenkyns aðstoðarfólki 20 ára og eldra. Reynsla af starfi með fötluðu fólki er ekki nauðsynleg.

Ég er 24 ára  kona með  mænuskaða og nota hjólastól og þarf þess vegna aðstoð með ýmsa hluti. Starfið byggist á hugmyndinni um sjálfstætt líf og NPA http://www.npa.is. Ég er í námi í sálfræði við Háskólann á Akureyri og hef gaman af söngleikjum, bíómyndum og ferðalögum.

Umsækjandi þarf að vera líkamlega hraust manneskja, reyklaus, með bílpróf og hreint sakavottorð. Hún þarf að eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Í starfi sem þessu er traust, virðing, jákvæðni, þolinmæði, og stundvísi mikilvægir kostir.

Íslenskukunnátta kostur.

Umsóknarfrestur er til 09. apríl.

Fyrirspurn um starfið, umsókn ásamt ferliskrá sendist á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.