Hress NPA aðstoðarmaður óskast í að aðstoða 15 ára strák

Jákvæðir og duglegir karlkyns aðstoðarmenn óskast í hlutastarf aðra hverja helgi og rúmlega það. Þarf að geta hafið störf í byrjun apríl.

Starfið, sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, felur í sér að aðstoða 15 ára strák á heimili sínu í Hafnarfirði við allar þær athafnir sem þarf.

Nánar má lesa um hugmyndarfræðina um sjálfstætt líf og NPA á vefsíðunni www.npa.is.

Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu.

Umsóknir og fyrirspurnir sendast á Lilju: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 12. apríl.