Aðstoðarverkstjórnandi óskast

30 ára kona sem býr ein í vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir aðstoðarverkstjórnanda 30 ára eða eldri til aðstoða við skipulag í daglegu lífi. Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og reynslu í starfi með fötluðum.

Hlutverk og ábyrgð aðstoðarverkstjórnanda felst m.a. í því að:

  • Auglýsa eftir starfsfólki, taka atvinnuviðtöl og ráða aðstoðarfólk
  • Gera vinnuskipulag fyrir aðstoðarfólkið og skrá tíma
  • Gera starfslýsingu fyrir aðstoðarfókið
  • Vera leiðbeinandi fyrir aðstoðarfólkið og skapa gott vinnuumhverfi
  • Tryggja aðstoðarfólk á fastar vaktir og til afleysinga ef upp koma veikindi
    eða frí
  • Halda starfsmannafundi einu sinni á misseri
  • Halda vikulega fundi með verkstjórnanda og vinna 1-2 vaktir á viku.

Umsóknir með ferilskrám og fyrirspurnir sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 10. september.