Drífandi aðstoðarfólk óskast

37 ára gamall karlmaður með kvíðaröskun óskar eftir jákvæðu og drífandi aðstoðarfólki í hlutastarf. Starfið, sem byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, felst í aðstoð við daglegar athafnir bæði innan heimilis sem utan. Um hugmyndafræðina má lesa nánar inni á heimsíðunni www.npa.is

Helstu verkefni:

 • Aðstoð við daglegar athafnir
 • Markmiðasetning
 • Aðstoð við skipulagningu
 • Fylgja viðkomandi í vinnu
 • Viðra hund
 • Ferðalög innanlands
 • Þátttaka í félagslífi o.fl.

Hæfniskröfur:

 • Góð samskiptahæfni
 • Jákvæðni
 • Sjálfstæði
 • Þolinmæði
 • Hvetjandi
 • Sveigjanleiki
 • Hreint sakavottorð

Nemar í sálfræði, uppeldisfræði, þroskaþjálfafræðum, læknisfræði og kvikmyndagerð eru sérstaklega hvattir til að sækja um starfið.

Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða.

Aldurstakmark er 20 ár. Umsóknarfrestur er til 20. september 2019.

Við umsóknum og frekari fyrirspurnum um starfið tekur Frosti: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA-miðstöðvar við Eflingu.