NPA miðstöðin óskar eftir að ráða bókara/launafulltrúa til starfa

NPA miðstöðin leitar að öflugum einstaklingi til að annast fjölbreytt verkefni á skrifstofu miðstöðvarinnar er tengjast bókhaldi, reikningagerð, launagreiðslum, eftirfylgni með samningum NPA notenda, innheimtu krafna, bókunum, afstemmingum, gerð reikningsyfirlita o.s.frv. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf í skemmtilegu starfsumhverfi.

Um getur verið að ræða 80% til 100% starfshlutfall. Unnið er á hefðbundnum skrifstofutíma en vinnutími getur verið sveigjanlegur. Horft verður sérstaklega til umsækjenda sem hafa persónulega reynslu af NPA eða sambærilegu og er fatlað fólk sérstaklega hvatt til þess að sækja um.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Próf sem viðurkenndur bókari. Háskólamenntun sem nýtist í stafi æskileg.
  • Reynsla af bókhaldsstörfum og góð bókhaldskunnátta mikilvæg.
  • Mjög góð kunnátta í ritvinnsluforritum og töflureiknum, s.s. Word og Excel. Góð almenn tölvukunnátta einnig mikilvæg.
  • Góðir samskiptahæfileikar og færni í að leiðbeina öðrum. Góð kunnátta í íslensku og ensku, í rituðu jafnt sem töluðu máli.
  • Kunnátta í DK hugbúnaði er kostur.
  • Frumkvæði og hæfileikar til að laga sig að fjölbreyttum aðstæðum.
  • Jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og er rekin án hagnaðarsjónarmiða. Miðstöðin hefur það hlutverk að hafa umsýslu með samningum félagsmanna sinna um notendastýrða persónulega aðstoð eða, eftir atvikum, beingreiðslusamningum þeirra (umsýsluaðili). Enn fremur er miðstöðin vinnuveitandi aðstoðarfólks félagsmanna og sinnir margvíslegri fræðslu og hagsmunagæslu. NPA miðstöðin (www.npa.is) vinnur samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tekur virkan þátt í stefnumótun og innleiðingu þeirrar hugmyndafræði.

Umsókn, ásamt ferilskrá, sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019, æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Eysteinsson, framkvæmdastjóri, í síma 567 8270 eða í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..