30 ára kona óskar eftir aðstoðarkonu

30 ára kona í Vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir aðstoðarkonu í hlutastarf. Æskilegt er að viðkomandi sé 25 ára eða eldri. Starfið gengur út á að aðstoða konuna við daglegar athafnir. Helstu áhugamál hennar eru prjónaskapur og önnur handavinna, ásamt kórsöng. Gott er að aðstoðarkonan kunni að prjóna eða hafi áhuga á að læra. Á heimilinu er lítill hundur.

Þær vaktir sem vantar á eru fimmtudagskvöld frá 18:30 - 23:30 og sunnudagar frá 12:00 - 15:00.

Starfið byggir á hygmyndafræðinni um sjálfstætt líf fatlaðra einstaklinga og eru laun samkvæmt sérkjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.

Hæfniskröfur:

  • Þolinmæði
  • Frumkvæði
  • Góð samskiptahæfni
  • Að vera hvetjandi
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur en ekki skilyrði
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
  • Bílpróf og aðgengi að bíl er skilyrði

Starfið hentar vel með skóla eða annarri vinnu.

Vinsamlegast sendið ferilskrá og fyrirspurnir á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 25. október.