Aðstoðarfólk óskast

Ég er að leita að nýju aðstoðarfólki Um er að ræða vaktavinnu 40-100% vinnu eftir því hvað hentar best umsækjendum. Starfið er mjög fjölbreytt og sjaldan koma tveir eins dagar í röð.

Ég þarf aðstoð við flestar athafnir í daglegu lífi og persónulega umhirðu. Ég er hreyfihamlaður og fer ferða minna í hjólastól, búsettur í Reykjavík og vinn fyrir hagsmunasamtök fatlaðs fólks sem þýðir mikla fundasetu og kaffidrykkju út um allan bæ. Ég á það til að fara í ferðalög og jafnvel löng ferðalög þannig að það er ágætt að aðstoðarfólk sé tilbúið slíkt. Ég gaman af gaðyrkju og hef góðan garð á heimilinu mínu sem ég þarf aðstoð við að sinna. Þá hef ég líka gaman að allskonar fínni handavinnu og grúski sem ég þarf mikla aðstoð við, því þarf aðstoðarfólk að vera mjög þolinmótt og vandvirkt. Ekki er verra ef fólk hefur einhverja reynslu af heimilishaldi en þó er alltaf hægt að læra.

Aðstoðarfólk þarf að hafa hreint sakavottorð, reyklaust, bílpróf, tala íslensku eða ensku, vera hraust, þolinmótt, sveigjanlegt og opið fyrir nýrri reynslu. Það þarf að sýna ábyrgð en ekki forræðishyggju og bera virðingu fyrir starfinu, lífi mínu og heimili.Ekki er gerð krafa um starfsreynslu af vinnu með fötluðu fólki.

Umsóknarfrestur er til. 20. janúar 2020 og skulu fyrirspurnir og umsóknir berast á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Vinsamlega sendið ferilskrá og lista yfir meðmælendur með umsókn.