Aðstoðarfólk óskast á Selfossi

Ég er að leita mér að aðstoðarfólki til að vinna hjá mér og aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs. Ég bý á Selfossi, ég er 27 ára gamall hreyfihamlaður maður, er mikill dýravinur og hef áhuga á bíomyndum þannig ekki væri leiðinlegt ef umsækjendur hefðu gaman af bíoferðum. Ég mun á þessu ári líklegast leita mér af starfi, og aðstoðarmanneskjur gætu þurft að aðstoða mig við það.

Um er að ræða c.a 40-100% starf. Um vaktavinnu (dag og nætur) er að ræða og laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu. Starfið hentar með öðrum verkefnum eins og háskólanámi.

Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Reynsla af þjónustu við fatlað fólk er ekki nauðsynleg. Umsækjendur skulu vera opin fyrir dýrum, með bílpróf og hreint sakavottorð. Nauðsynlegt er að eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Traust, virðing, jákvæðni og stundvísi eru mikilvægir kostir í starfinu. Hægt er að kynna sér hugmyndafræði NPA á vef NPA miðstöðvarinnar www.npa.is.

Umsóknir með ferilskrám sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar.