Aðstoðarkona óskast í hópinn

Ég er að leita að nýrri aðstoðarkonu í hópinn minn sem getur hafið störf í febrúar. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu. Vaktir eru oft 20 – 24 tíma sólarhringsvaktir virka daga en styttri vaktir um helgar. Sólarhringsvakt felur í sér svokallaða hvíldarvakt að nóttu (sofandi vakt).  Laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar stéttarfélags.  

Um hvað snýst starfið

Ég þarf aðstoð við flestar athafnir í daglegu lífi, er hreyfihömluð og nota hjólastól. Starfið er fjölbreytt og vinnustaðurinn er þar sem ég er hverju sinni; heima, í skólanum, úti í búð eða á ferðalögum.  Ég bý í Mosfellsbæ og stunda nám við Listaháskóla Íslands og þarf  ýmsa aðstoð m.a. við að glósa og framkvæma ýmis listræn verkefni. Því er æskilegt að umsækjandi hafi góða íslensku og enskukunnáttu.   

Hæfni

Aðstoðarkona þarf að vera orðin 21 árs, hafa hreint sakavottorð og bílpróf. Eiga auðvelt með að taka leiðsögn, vera líkamlega hraust, sveigjanleg og opin fyrir nýrri reynslu. Hún þarf að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir starfinu, líkama mínum og heimili.

Hægt er að kynna sér NPA og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf, á vef NPA miðstöðvarinnar, www.npa.is.

Fyrirspurn um starfið, umsókn ásamt ferilskrá og upplýsingum um tvo meðmælendur sendist á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2020.