Aðstoðarfólk óskast

Ég er hreyfihamlaður 22 ára gamall maður og þarf aðstoð við flestar þarfir daglegs lífs. Ég nota hjólastól og get lítið notað hendurnar. Ég er mest heima við en fer stundum út eins og t.d í bíó, á tónleika og fl. Þeir sem sækja um starfið þurfa að hafa hreint sakavottorð, vera reyklausir og hafa bílpróf. Þeir þurfa einnig að vera líkamlega hraustir og tala íslensku. Nauðsynlegt er að eiga auðvelt með að taka leiðsögn og vera stundvís. Starfsmenn þurfa að sýna ábyrgð, bera virðingu fyrir starfinu, líkama mínum og heimili. Starfið er vaktavinna.

Starfsmaður er með sér herbergi með sjónvarpi og apple tv.

Hægt er að kynna sér hugmyndafræði NPA á vef NPA miðstöðvarinnar http://www.npa.is

Fyrirspurnir um starfið, umsóknum ásamt ferilskrá og upplýsingum um tvo meðmælendur skal senda á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 10. júní.