Persónulegur aðstoðarmaður óskast

36 ára karlmaður með kvíðaröskun leitar að jákvæðum, sjálfstæðum og drífandi aðstoðarmanni í hlutastarf/vaktavinnu. Starfið felst í að aðstoða við daglega athafnir. Áhugamál eru hestar, hundar, leiklist, kvikmyndagerð, dans, útivera og ferðalög. Viðkomandi býr á höfuðborgarsvæðinu.

Starfið byggir á hugmyndafræðina um sjálfstætt líf. Hægt er að lesa sig til um notendastýrða persónulega aðstoð og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf á heimasíðu NPA miðstöðvarinnar, www.npa.is

Um er að ræða hlutastarf og vaktavinnu sem fer fram fyrst og fremst á daginn. Aldurstakmark umsækjanda er 20 ára.

Helstu verkefni:

  • Aðstoð við daglegar athafnir, s.s. á komast á milli staða, aðstoð við þrif á heimili, innkaup, fara út með hund, ferðalög innanlands, þátttaka í félagslífi o.fl.
  • Aðstoð við skipulagningu vikunnar/mánaðarins, markmiðasetningu og áskoranir.
  • Í dag vegna COVID-19 er starfið með óhefðbundnum hætti og snýr aðallega að því að verta heima hjá viðkomandi og halda uppi daglegum athöfnum og tryggja góða líðan.

Hæfniskröfur:

  • Góð samskiptahæfni
  • Jákvæðni
  • Sjálfstæði í starfi
  • Þolinmæði
  • Hvetjandi í starfi
  • Sveigjanleiki
  • Nemar í sálfræði, uppeldisfræði, þroskaþjálfun, læknisfræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um

Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða.

Hreint sakavottorð er skilyrði og íslenskukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 26.mars nk.

Umsókn og ferilskrá sendist á Davíð Örn Guðmundsson, (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf strax.