Laust NPA starf aðstoðarkonu

Aðstoðarkona óskast til starfa í fullt starf hjá fatlaðri konu á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða vaktavinnu samkvæmt kjarasamningi Eflingar og NPA miðstöðvarinnar.  

Starfið felst í að aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs inni á heimili mínu og úti í samfélaginu, m.a. vegna háskólanáms. Ég er hreyfihömluð, nota hjólastól og sérútbúin bíl. Umsækjandi þarf að hafa bílpróf og reynslu af því að aka bíl þar sem það kemur í hlut aðstoðarkonu að aka bílnum mínum.

Hæfniskröfur:

  • Góð íslensku kunnátta
  • Ensku, tölvu- og tæknikunnátta er mikilvæg
  • Reynsla af eldamennsku, þrifum á heimili og handlagni er æskileg
  • Auðvelt með að taka leiðsögn, bera ábyrgð og sýna frumkvæði
  • Hreint sakarvottorð og bílpróf
  • 25 ára eða eldri

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fyrirspurnir og umsóknir, ásamt meðmælum, sendist á tölvupóstfang This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er til 9. nóvember 2020.