Námskeið um hugmyndafræði NPA og sögu sjálfstæðs lífs
SKRÁNING Opna skráningarform
Til og með 24. október 2021
FYRIRSPURNIR OG ÁBENDINGAR This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fyrsti hluti af sex í NPA grunnnámskeiði NPA miðstöðvarinnar
HUGMYNDAFRÆÐI NPA OG SAGA SJÁLFSTÆÐS LÍFS
Miðvikudagur 27. október, kl. 13:00-16:00
Viðfangsefni
» Kynning á námskeiðsröð NPA miðstöðvarinnar.
» NPA hugmyndafræðin og saga sjálfstæðs lífs.
» H-in fimm og mikilvægi þeirra.
» Aðstoð, ekki umönnun.
» NPA umsóknarferlið.
» NPA í framkvæmd og sjálfstætt líf.
» Umræður.
Markmið námskeiðs
» Að þátttakandi öðlist grunnþekkingu á NPA og framkvæmd þess.
» Að þátttakandi öðlist þekkingu á helstu hugtökum, áherslum og sögu NPA.
Leiðbeinendur
Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir NPA ráðgjafi, Inga Dóra Glan NPA ráðgjafi og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir NPA verkstjórnandi.
Hluti 1 í námskeiðsröðinni verður fyrir verkstjórnendur, aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur saman. Hluti 2 verður í þremur hlutum - eitt námskeið fyrir verkstjórnendur, annað fyrir aðstoðarfólk og það þriðja fyrir aðstoðarverkstjórnendur. Hluti 3 verður svo í tveimur hlutum, annars vegar fyrir verkstjórnendur og hins vegar fyrir aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur. Skipting í hópa ræðst af efni námskeiðs hverju sinni.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Kostnaður? Frítt fyrir félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar. Fyrir aðra: Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina og kr. 2.000 fyrir einn námskeiðshluta.
Aðgengi Fullt aðgengi.
Fjarnámskeið Rafræn námskeið eru í vinnslu og verða í boði síðar. Opið er fyrir skráningu á biðlista.
Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.
Viðurkenning Veitt verður viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.
Veitingar Léttar veitingar í hléi.
English speaking The course is in Icelandic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.
Hvar
Húsnæði
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur