Nýtt heildaryfirlit yfir NPA námskeið NPA miðstöðvarinnar, veturinn 2021-2022, með uppfærðum dagsetningum
14. janúar 2022, uppfært 20. janúar og 8. mars 2022
NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar veita alhliða þekkingu og góða innsýn í NPA. Námskeiðið er þróað undir handleiðslu og út frá forsendum NPA notenda. Ekkert um okkur án okkar!
SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
VETURINN 2021-2022
Dagsetningum námskeiða 3-6 hefur verið breytt frá því í haust.
NÁMSKEIÐ 1: HUGMYNDAFRÆÐI NPA OG SAGA SJÁLFSTÆÐS LÍFS
Síðasti skráningardagur 24. október 2021
Fyrir verkstjórnendur aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 27. október, kl. 13:00-16:00
NÁMSKEIÐ 2: HLUTVERK, ÁBYRGÐ OG SAMSKIPTI Í NPA
Síðasti skráningardagur 16. nóvember 2021
Fyrir verkstjórnendur
Fimmtudagur 18. nóvember, kl. 13:00-16:00
Fyrir aðstoðarfólk
Fimmtudagur 18. nóvember, kl. 13:00-16:00
Fyrir aðstoðarverkstjórnendur
Fimmtudagur 18. nóvember, kl. 13:00-17:30
Tvö námskeið verða haldin á sama tíma. NPA verkstjórnendur sækja annað námskeiðið en aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur hitt. Að auki sækja aðstoðarverkstjórnendur stutt námskeið þar sem farið er nánar yfir það sem snýr sérstaklega að aðstoðarverkstjórnendum.
NÁMSKEIÐ 3: AÐBÚNAÐUR OG HOLLUSTUHÆTTIR Í NPA, HLUTVERK UMSÝSLUAÐILA - HVAÐ GERIR NPA MIÐSTÖÐIN?
Síðasti skráningardagur: 6. febrúar 2022
Vegna fjölda C-19 smita í samfélaginu verður NPA námskeið 3 rafrænt. Fyrirkomulag á námskeiðum 4-6 verður ákveðið síðar.
Fyrir verkstjórnendur
Miðvikudagur 9. febrúar, kl. 13:00-16:00
Fyrir aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 9. febrúar, kl. 13:00-16:00
Á námskeiði 3 verða tvö námskeið haldin á sama tíma. NPA verkstjórnendur sækja annað námskeiðið en aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur hitt. Efni námskeiða fyrir hvorn hóp er það sama en áherslur geta verið misjafnar enda hlutverk fólks í hvorum hóp ólík. Boðið verður upp á umræður í lok námskeiðs. Það ræðst af viðfangsefni námskeiðshluta hverju sinni, hvort NPA verkstjórnendum og aðstoðarfólki/aðstoðarverkstjórnendum sé kennt saman eða í sitt hvoru lagi.
NÁMSKEIÐ 4: HVAÐA ÁHRIF HAFA LÖG OG REGLUGERÐIR Á MITT LÍF? EN NPA KJARASAMNINGAR?
Fyrir verkstjórnendur aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 9. mars 2022, kl. 13:00-16:00.
NÁMSKEIÐ 5: LÍKAMSBEITING OG HJÁLPARTÆKI
Fyrir verkstjórnendur aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 6. apríl 2022, kl. 13:00-16:00
NÁMSKEIÐ 6: SKYNDIHJÁLP, HUGARFLUG OG VIÐURKENNING
Fyrir verkstjórnendur aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 27. apríl 2022, kl. 13:00-16:00
Dagsetningar og tímasetningar á NPA námskeiðum 5-6 eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hver námskeiðshluti er sjálfstætt framhald af þeim sem var á undan.
MARKMIÐ
Að NPA verkstjórnendur, NPA aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur öðlist öryggi og færni í hlutverki sínu. Jafnframt að valdefla NPA notendur, fræða aðstoðarfólk og þar með renna sterkari stoðum undir framkvæmd NPA.
SKIPTING Í HÓPA
Það ræðst af viðfangsefni námskeiðshluta hverju sinni, hvort NPA verkstjórnendum og aðstoðarfólki/aðstoðarverkstjórnendum sé kennt saman eða í sitt hvoru lagi. Efni námskeiða fyrir hvorn hóp er ávallt það sama en áherslur geta verið misjafnar enda hlutverk fólks í hvorum hóp ólík.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM NÁMSKEIÐIN
Verð Ókeypis fyrir félagsfólk/aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar. Stakt námskeið, kr. 2.000 fyrir fólk utan NPA miðstöðvarinnar. Öll námskeiðsröðin, hluti 1-6, kr. 9.000 fyrir fólk utan NPA miðstöðvarinnar. Ef viðkomandi missir af námskeiðshluta er hægt að sækja þann hluta næst þegar sá námskeiðshluti er í boði.
Hvar
Húsnæði
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur
Stundum eru námskeiðin rafræn vegna stöðu COVID-19 smita í samfélaginu.
Aðgengi Fullt aðgengi.
Fyrir hverja Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Kostnaður Frítt fyrir félagsfólk, aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur NPA miðstöðvarinnar. Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina fyrir aðra og kr. 2.000 fyrir einn hluta.
Leiðbeinendur Ráðgjafar NPA miðstöðvarinnar, NPA verkstjórnendur, NPA aðstoðarfólk og ýmsir sérfræðingar.
Fjarnámskeið Rafræn námskeið eru í vinnslu og verða í boði síðar. Opið er fyrir skráningu á biðlista.
Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.
Viðurkenning Þátttakendur fá viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.
Veitingar Léttar veitingar í hléi.
English speaking The course is in Icelandic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.
Skráning og nánari upplýsingar www.npa.is/namskeid
Fyrirspurnir Sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.