Nýtt heildaryfirlit yfir NPA námskeið NPA miðstöðvarinnar, veturinn 2021-2022, með uppfærðum dagsetningum

 2022_mars_NPAgrunnnamskeid_heildarskjal_rammi.jpg

14. janúar 2022, uppfært 20. janúar og 8. mars 2022

NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar veita alhliða þekkingu og góða innsýn í NPA. Námskeiðið er þróað undir handleiðslu og út frá forsendum NPA notenda. Ekkert um okkur án okkar!

SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.

 

 

 VETURINN 2021-2022

Dagsetningum námskeiða 3-6 hefur verið breytt frá því í haust. 

NÁMSKEIÐ 1: HUGMYNDAFRÆÐI NPA OG SAGA SJÁLFSTÆÐS LÍFS
Síðasti skráningardagur 24. október 2021

Fyrir verkstjórnendur aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 27. október, kl. 13:00-16:00

NÁMSKEIÐ 2: HLUTVERK, ÁBYRGÐ OG SAMSKIPTI Í NPA

Síðasti skráningardagur 16. nóvember 2021

Fyrir verkstjórnendur
Fimmtudagur 18. nóvember, kl. 13:00-16:00

Fyrir aðstoðarfólk
Fimmtudagur 18. nóvember, kl. 13:00-16:00

Fyrir aðstoðarverkstjórnendur
Fimmtudagur 18. nóvember, kl. 13:00-17:30

Tvö námskeið verða haldin á sama tíma. NPA verkstjórnendur sækja annað námskeiðið en aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur hitt. Að auki sækja aðstoðarverkstjórnendur stutt námskeið þar sem farið er nánar yfir það sem snýr sérstaklega að aðstoðar­verkstjórnendum. 

NÁMSKEIÐ 3: AÐBÚNAÐUR OG HOLLUSTUHÆTTIR Í NPA, HLUTVERK UMSÝSLUAÐILA - HVAÐ GERIR NPA MIÐSTÖÐIN? 
Síðasti skráningardagur: 6. febrúar 2022
Vegna fjölda C-19 smita í samfélaginu verður NPA námskeið 3 rafrænt. Fyrirkomulag á námskeiðum 4-6 verður ákveðið síðar.

Fyrir verkstjórnendur
Miðvikudagur 9. febrúar, kl. 13:00-16:00

Fyrir aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 9. febrúar, kl. 13:00-16:00

Á námskeiði 3 verða tvö námskeið haldin á sama tíma. NPA verkstjórn­endur sækja annað námskeiðið en aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur hitt. Efni námskeiða fyrir hvorn hóp er það sama en áherslur geta verið misjafnar enda hlutverk fólks í hvorum hóp ólík. Boðið verður upp á umræður í lok námskeiðs. Það ræðst af viðfangsefni námskeiðshluta hverju sinni, hvort NPA verkstjórnendum og aðstoðarfólki/aðstoðarverkstjórnendum sé kennt saman eða í sitt hvoru lagi.

NÁMSKEIÐ 4: HVAÐA ÁHRIF HAFA LÖG OG REGLUGERÐIR Á MITT LÍF? EN NPA KJARASAMNINGAR?
Fyrir verkstjórnendur aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 9. mars 2022, kl. 13:00-16:00.

NÁMSKEIÐ 5: LÍKAMSBEITING OG HJÁLPARTÆKI
Fyrir verkstjórnendur aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 6. apríl 2022, kl. 13:00-16:00

NÁMSKEIÐ 6: SKYNDIHJÁLP, HUGARFLUG OG VIÐURKENNING
Fyrir verkstjórnendur aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur
Miðvikudagur 27. apríl 2022, kl. 13:00-16:00

Dagsetningar og tímasetningar á NPA námskeiðum 5-6 eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hver námskeiðshluti er sjálfstætt framhald af þeim sem var á undan.

MARKMIР
Að NPA ­verk­stjórnendur, NPA aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur öðlist öryggi og færni í hlutverki sínu. Jafnframt að valdefla NPA not­endur, fræða aðstoðarfólk og þar með renna sterkari stoðum undir framkvæmd NPA.

SKIPTING Í HÓPA
Það ræðst af viðfangsefni námskeiðshluta hverju sinni, hvort NPA verkstjórnendum og aðstoðarfólki/aðstoðarverkstjórnendum sé kennt saman eða í sitt hvoru lagi. Efni námskeiða fyrir hvorn hóp er ávallt það sama en áherslur geta verið misjafnar enda hlutverk fólks í hvorum hóp ólík.

 

FREKARI UPPLÝSINGAR UM NÁMSKEIÐIN

Verð Ókeypis fyrir félagsfólk/aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar. Stakt námskeið, kr. 2.000 fyrir fólk utan NPA miðstöðvarinnar. Öll námskeiðsröðin, hluti 1-6, kr. 9.000 fyrir fólk utan NPA miðstöðvarinnar. Ef viðkomandi missir af námskeiðshluta er hægt að sækja þann hluta næst þegar sá námskeiðshluti er í boði.

Hvar
Húsnæði
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur

Stundum eru námskeiðin rafræn vegna stöðu COVID-19 smita í samfélaginu.

Aðgengi Fullt aðgengi.

Fyrir hverja Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.

Kostnaður Frítt fyrir ­félagsfólk, aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur NPA miðstöðvarinnar. Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina fyrir aðra og kr. 2.000 fyrir einn hluta.

Leiðbeinendur Ráðgjafar NPA miðstöðvarinnar, NPA verkstjórnendur, NPA aðstoðarfólk og ýmsir sérfræðingar.

Fjarnámskeið Rafræn námskeið eru í vinnslu og verða í boði síðar. Opið er fyrir ­skráningu á biðlista.

Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.

Viðurkenning Þátttakendur fá viður­kenningar­skjal í lok námskeiðs.

Veitingar Léttar veitingar í hléi.

English speaking The course is in Ice­landic but will be offered in ­English in the future. Waitlist registration is open.

Skráning og nánari upplýsingar www.npa.is/namskeid

Fyrirspurnir Sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

NPA miðstöðin