2021 2022 NPAnamskeid3 kynning

20. janúar 2022

SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
Hægt er að skrá sig á námskeið 3, á alla námskeiðsröðina og á biðlista eftir rafrænni námskeiðsröð, í hlekknum hér fyrir ofan.
Registration for a waitlist for a course in English in the link above.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 6. febrúar 2022

NPA NÁMSKEIÐ 3:
HVERT ER HLUTVERK UMSÝSLUAÐILA? HVAÐ GERIR NPA MIÐSTÖÐIN? AÐBÚNAÐUR OG HOLLUSTUHÆTTIR Í NPA

Fyrir verkstjórnendur: Miðvikudagur 9. febrúar 2022 kl. 13:00-16:00
Fyrir aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur: Miðvikudagur 9. febrúar 2022 kl. 13:00-16:00
Tvö námskeið verða haldin á sama tíma. NPA verkstjórn­endur sækja annað námskeiðið en aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur hitt. Efni námskeiða fyrir hvorn hóp er það sama en áherslur geta verið misjafnar enda hlutverk fólks í hvorum hóp ólík. Boðið verður upp á umræður í lok námskeiðs.

Stök námskeið Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Námskeiðið verður rafrænt sökum fjölda COVID-19 smita í samfélaginu.

Fyrir nánari upplýsingar, smellið á Lesa.

 VIÐFANGSEFNI
» Hlutverk og ábyrgð umsýsluaðila. Verkaskipting á milli verkstjórnenda og umsýslu­aðila, í takt við hugmyndafræði sjálfstæðs lífs.
» Vinnuveitendaábyrgð umsýsluaðila: Launagreiðslur, ­trygginga- og kjaramál.
» Aðbúnaður og hollustuhættir: Áhættumat - hver er tilgangur áhættumats og hvernig skal framkvæma það?
» Hver eru verkefni NPA miðstöðvarinnar og hvaða þjónustu veita NPA ráðgjafar miðstöðvarinnar?
» Hagsmunavarsla og réttinda­barátta NPA miðstöðinnar.

MARKMIÐ NÁMSKEIÐS
» Að þátttakendur þekki hver ábyrgð umsýsluaðila sé.
» Að þátttakendur öðlist ­yfirsýn yfir og skilning á verkefnum umsýsluaðila.
» Að þátttakendur fái innsýn í helstu verkefni NPA miðstöðvar­innar og þá hags­munavörslu sem miðstöðin sinnir. 
» Að þátttakendur fái yfirsýn yfir hvaða þjónustu NPA miðstöðin og þá sérstaklega ráðgjafar miðstöðvarinnar veita.
» Að þátttakendur geti framkvæmt áhættumat vegna NPA af nokkru öryggi og lagfært það sem mögulega þarf að lagfæra.

LEIÐBEINENDUR
Erna Eiríksdóttir, NPA ráðgjafi.
Inga Dóra Glan, NPA ráðgjafi.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, NPA verkstjórnandi.
Bylgja Dögg Sigurðardóttir, NPA aðstoðarkona.
Árni Jósteinsson, vinnuumhverfisfræðingur, sérfræðingur hjá Vinnuumhverfissetrinu ehf.

Fyrirspurnir sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Verð Ókeypis fyrir ­félagsfólk, aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur NPA miðstöðvarinnar. Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina fyrir aðra og kr. 2.000 fyrir eitt stakt námskeið.  Ef viðkomandi missir af námskeiði er hægt að sækja það námskeið næst þegar það er í boði. 
Fjarnámskeið Námskeið 3 verður rafrænt sökum fjölda C-19 smita í samfélaginu. Ákvörðun um fyrirkomulag á námskeiðum 4-6 verður tekin síðar. Rafræn útgáfa af námskeiðum 1-6 verða í boði síðar. Opið er fyrir ­skráningu á biðlista eftir rafrænu námskeiði.
English speaking The course is in Ice­landic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.

Hvar (ef ekki rafrænt)
Húsnæði
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur

Aðgengi Fullt aðgengi.
Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.
Veitingar Léttar veitingar í hléi.
Viðurkenning Veitt verður viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.