NPA grunnnámskeið 5: Líkamsbeiting, vinnutækni og notkun hjálpartækja

2021-2022_NPAnamskeid5_lr.jpg

21. mars 2022

SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
Hægt er að skrá sig á námskeið 5, á alla námskeiðsröðina og á biðlista eftir rafrænni námskeiðsröð, í hlekknum hér fyrir ofan.
Registration for a waitlist for a course in English in the link above.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 3. apríl 2022

NPA NÁMSKEIÐ 5:
LÍKAMSBEITING, VINNUTÆKNI OG NOTKUN HJÁLPARTÆKJA
Á námskeiði 5 er einn hópur fyrir alla þátttakendur.

NPA verkstjórnendur, aðstoðarverkstjórnendur og foreldrar eru hvattir til að sækja námskeiðið, ekki síður en aðstoðarfólk. Það er mikilvægt fyrir verkstjórnendur og í mörgum tilvikum aðstoðarverkstjórnendur og foreldra, að geta leiðbeint nýju aðstoðarfólki um rétta líkamsbeitingu og notkun hjálpartækja, til að stuðla að vellíðan aðstoðarfólks í starfi og bættri aðstoð fyrir verkstjórnendur.

Hvenær? Miðvikudagur 6. apríl 2022 kl. 13:00-16:00
Sjálfstæð námskeið Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Hvar? Námskeiðið verður haldið á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8 og er fyrsta staðbundna námskeiðið eftir að COVID-19 takmörkunum var aflétt. 

Fyrir nánari upplýsingar, smellið á Lesa.

 

 VIÐFANGSEFNI
» Helstu atriði er varða ­stoðkerfi líkamans, uppbyggingu ­hryggjar og líkamsstöðu.
» Helstu áhættuþættir fyrir ­álagseinkennum við vinnu.
» Vinnustöður og líkamsbeiting. Hvað er æskilegt, hvað ekki og af hverju?
» Notkun helstu hjálpartækja.
» Ólíkar þarfir fyrir mismunandi ­hjálpartæki skoðuð og hvernig skuli sækja um hjálpartæki.
» Samvinna og áhrif vinnuanda í ­vinnusambandi verk­­stjórnenda og aðstoðarfólks.

MARKMIÐ NÁMSKEIÐS
» Að þátttakendur öðlist innsýn í hvernig stoðkerfi líkamans virkar.
» Að þátttakendur fái skilning á mikilvægi æskilegrar ­líkams­beitingar.
» Að þátttakendur geti tileinkað sér og leiðbeint öðrum um ­vinnustöður sem taldar eru æskilegar.
» Að þátttakendur öðlist innsýn í hvernig mismunandi hjálpartæki henta ólíkum einstaklingum og/eða aðstæðum og þekki umsóknarferli um hjálpartæki.

Kennslan verður brotin upp með ­umræðum um dagleg verkefni þátttakenda eftir ­þörfum.

LEIÐBEINENDUR
Guðný Jónsdóttir, sérfræðingur í taugasjúkra­þjálfun og stöðustjórnun.
Erna Eiríksdóttir, NPA ráðgjafi.
Inga Dóra Glan, NPA ráðgjafi.

Fyrirspurnir sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Verð Ókeypis fyrir ­félagsfólk, aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur NPA miðstöðvarinnar. Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina fyrir aðra og kr. 2.000 fyrir eitt stakt námskeið.  Ef viðkomandi missir af námskeiði er hægt að sækja það námskeið næst þegar það er í boði. 
English speaking The course is in Ice­landic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.

Hvar
Skrifstofa
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur

Aðgengi Fullt aðgengi.
Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.
Veitingar Léttar veitingar í hléi.
Viðurkenning Veitt verður viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.

NPA miðstöðin