NPA NÁMSKEIÐ 1: Hugmyndafræði NPA og saga sjálfstæðs lífs

SKRÁNING: Smellið á þennan hlekk.
Hægt er að skrá sig á námskeið 1, á alla námskeiðsröðina og á biðlista eftir rafrænni námskeiðsröð, í hlekknum hér fyrir ofan.
Registration for a waitlist for a course in English in the link above.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 6. nóvember 2022.

NPA NÁMSKEIÐ 1:
Hugmyndafræði NPA og saga sjálfstæðs lífs
Á námskeiði 1 er einn hópur fyrir alla þátttakendur.

NPA VERKSTJÓRNENDUR HVATTIR TIL AÐ MÆTA
NPA verkstjórnendur, aðstoðarverkstjórnendur og foreldrar eru hvattir til að sækja námskeiðið, ekki síður en aðstoðarfólk. Mikilvægt er fyrir verkstjórnendur að leiðbeina nýju aðstoðarfólki um hugmyndafræði NPA til þess að fá sem mest út úr aðstoðinni.

Hvenær? Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl. 13:00-16:00
Sjálfstæð námskeið Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Hvar? Námskeiðið verður haldið á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2.hæð.

VIÐFANGSEFNI

»Kynning á námskeiðsröð NPA miðstöðvarinnar
»NPA hugmyndafræðin og saga sjálfstæðs lífs
»H-in fimm og mikilvægi þeirra
»Aðstoð, ekki umönnun
»NPA umsóknarferlið
»NPA í framkvæmd og sjálfstætt líf
»Umræður

MARKMIÐ NÁMSKEIÐS

»Að þátttakandi öðlist grunnþekkingu á NPA og framkvæmd þess
»Að þátttakandi öðlist þekkingu á helstu hugtökum, áherslum og sögu NPA

LEIÐBEINENDUR
Vigdís Thorarensen, NPA fagstýra ráðgjafar & fræðslu
Inga Dóra Glan, NPA ráðgjafi
Sunna Elvira Þorkelsdóttir, NPA verkstjórnandi

Fyrirspurnir sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Verð
 Ókeypis fyrir ­félagsfólk, aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur NPA miðstöðvarinnar. Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina fyrir aðra og kr. 2.000 fyrir eitt stakt námskeið. Ef viðkomandi missir af námskeiði er hægt að sækja það námskeið næst þegar það er í boði. 
English speaking The course is in Ice­landic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.

Hvar
Skrifstofa
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur

Aðgengi Fullt aðgengi.
Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.
Veitingar Léttar veitingar í hléi.
Viðurkenning Veitt verður viðurkenningarskjal í lok námskeiðsraðar

NPA miðstöðin