HVAR? NPA miðstöðin, Urðarhvarf 8, inngangur A, 2. hæð.

HVENÆR? Fimmtudagur 11. apríl, kl. 13:00-16:00. 

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR: Þriðjudagur 9. apríl 2024.

SKRÁNING: Smellið á þennan hlekk.

Takmarkað pláss - skráðu þig áður en plássin fyllast! 

 Viðfangsefni 
•  Innsýn í hlutverk og ábyrgð verkstjórnenda og aðstoðarfólks.
•  Mikilvægi opinna og góðra samskipta.
•  Siðareglur NPA miðstöðvar­innar.
•  Trúnaðaryfirlýsing og mikil­vægi trúnaðar.
•  Aðstæður sem upp geta komið skoðaðar og möguleg viðbrögð við þeim.
•  Vaktafyrirkomulag og gerð vaktaplana og vinnuskýrslna.
•  Hlutverk og sérstaða aðstoðarverkstjórnenda.
•  Mikilvægi þess að virða ­sjálfstæði verkstjórnanda ­og H-in fimm.
•  Umræður.

MARKMIÐ NÁMSKEIÐS
•  Að þátttakandi öðlist skilning á ólíkum hlut­verkum ­verkstjórnenda, aðstoðarverk­stjórnenda og aðstoðarfólks.
•  Að þátttakendur öðlist innsýn í mikilvægi þess að eiga góð sam­skipti og að vel sé haldið utanum ýmis starfs­mannamál.
•  Að þátttakendur öðlist ­skilning á siðasáttmála NPA miðstöðvar­innar.

LEIÐBEINENDUR
Maria runarsdottir litur ferningur  2023 NPA Hallgrimur ferningur  2023 NPA Egill ferningur  2023 NPA Erna ferningur
María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi og sáttamiðlari á Samskiptastöðinni.
Hallgrímur Eymundsson, NPA verkstjórnandi.
Sigurður Egill Ólafsson, 
NPA aðstoðarmaður.
Erna Eiríksdóttir, fræðslustýra NPA miðstöðvarinnar

NÁNARI UPPLÝSINGAR
NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar veita alhliða þekkingu og góða innsýn í NPA. Námskeiðin eru þróuð undir handleiðslu og út frá forsendum NPA notenda. Ekkert um okkur án okkar!


Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Stök námskeið: Námskeið NPA miðstöðvarinn­ar þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á ­undan.
Skipting í hópa: Á námskeiði 2 er einn hópur fyrir alla þátttakendur.. 

Kostnaður: Frítt fyrir félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar. Fyrir aðra: Kr. 15.000 fyrir námskeiðsröðina, kr. 2.000 fyrir eitt námskeið en kr. 10.000 fyrir námskeið í skyndihjálp.

Aðgengi: Fullt aðgengi.
Veitingar: Léttar veitingar í hléi.

English speaking: The course is in Ice­landic but will be offered in English on the 18th of April. Please register by clicking on this link

Fyrirspurnir og ábendingar sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.