Hlutverk NPA miðstöðvarinnar
NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks. Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Með umsýslu er ekki aðeins átt við bókhaldsþjónustu heldur svo miklu meira. Hjá NPA miðstöðinni er unnið samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA miðstöðin er í raun og veru þekkingarfyrirtæki þar sem fatlað fólk með NPA safnar og miðlar þekkingu sinni til hvers annars.
Þjónusta NPA miðstöðvarinnar
Fatlað fólk sem óskar eftir að gerast félagsmenn í NPA miðstöðinni, getur fengið ýmis konar aðstoð frá miðstöðinni, t.d.:
- Í samskiptum við sveitarfélag sitt
- Við að meta þjónustuþörf sína
- Við að sækja um NPA
NPA miðstöðin aðstoðar félagsmenn í öllu sem viðkemur því að vera verkstjórnandi yfir aðstoðarfólki, svo sem:
- Að auglýsa eftir og ráða aðstoðarfólk
- Að skipuleggja vaktir og utanumhald vinnustunda
- Að vera í hlutverki verkstjórnanda
- Með jafningjafræðslu, námskeiðum og ráðgjöf
Hlutverk NPA miðstöðvarinnar eru meðal annars að:
- Halda úti jafningjaráðgjöf meðal félagsmanna.
- Bjóða verkstjórnendum upp á námskeið og þjálfun í hlutverki sínu.
- Bjóða upp á námskeið fyrir aðstoðarfólk.
- Veita ráðgjöf til fatlaðs fólks og aðstandenda.
- Annast faglega umsýslu með NPA samningum, þ.m.t. greiða aðstoðarfólki laun og sjá um launatengd mál.
- NPA miðstöðin hefur gert sérkjarasamning um NPA aðstoðarfólk við Eflingu og Starfsgreinasambandið, sem hún viðheldur.
- Annast samskipti og samstarf við stéttarfélög, m.a. við gerð kjarasamninga og í ágreiningsmálum er varða NPA.
- Halda verkstjórnendum upplýstum um notkun sína á NPA samningnum.
- Halda sveitarfélögum upplýstum um stöðu þeirra NPA samninga sem miðstöðin annast umsýslu með.
- Sinna pólitískri baráttu gagnvart Alþingi og stjórnvöldum ríkis og sveitarfélaga.
- Efla þekkingu á NPA og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf innan stjórnsýslunnar og í samfélaginu öllu.