Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388Þessa dagana stendur vinna við smíði frumvarps um innleiðingu NPA. Ekki eru allir sammála um hvað skuli standa í því frumvarpi en ýmsar hugmyndir eru komnar fram.

Ein þessara tillaga fjallar um aldursmörk og er henni ætlað að takmarka NPA við einstaklinga sem eru 18 ára og eldri. Ástæðurnar eru mjög óljósar en ljóst er að yrði þetta raunin myndu börn og unglingar ekki njóta sömu sjálfsögðu mannréttinda og við fullorðna fólkið.

Ég spyr því:

  • Hvernig á fatlað fólk að alast upp sem virkir þáttakendur í þjóðfélaginu ef þau fá ekki tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi fyrr en eftir 18 ára aldur?
  • Hvernig eiga fatlaðir unglingar að vera jafningjar jafnaldra sinna ef engin úrræði veita þeim tækifæri til þess að lifa sjálfstæðu lífi?

Ég hef aldrei verið fatlað barn eða unglingur en ég hef verið í skóla bæði með og án NPA og ég veit hver munurinn var fyrir mig. Ég mun aldrei aftur sækja skóla nema með NPA, munurinn á þjónustunni er það mikill.

Endilega látið í ykkur heyra hér og annarstaðar ef þið hafið einhverja skoðun á þessu!
Skrifið bréf til þingmanna, ráðherra, ráðuneyta, sveitarstjórna, sambands íslenskra sveitarfélaga eða annara sem ykkur dettur í hug. Einnig er hægt að senda verkefnastjórninni um innleiðingu NPA ábendingar á eftirfarandi slóð:
https://www.velferdarraduneyti.is/npa/abendingar/