Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388

Þessa dagana stendur vinna við smíði frumvarps um innleiðingu NPA. Ekki eru allir sammála um hvað skuli standa í því frumvarpi en ýmsar hugmyndir eru komnar fram.

Ein þessara tillaga fjallar um takmörkun á mannréttindum út frá tímafjölda. Tillagan gengur út á það að notandinn verði að þurfa yfir 60 tíma á mánuði (15 tíma á viku) til þess að eiga rétt á því að stýra þjónustunni sjálfur. Ástæða fyrir þessari tillögu er m.a. takmarkanir á kostnaðarhlutdeild ríkisins í NPA samningum undir vissum tímafjölda.

Ég spyr því:

  • Væri ekki réttlátara að slíkar takmarkanir á kostnaðarhlutdeild kæmu fram í reglugerð um kostnaðarhlutdeild en ekki með takmörkun réttinda fólks til notendastýringar?

Ég get ekki séð af hverju einstaklingur sem þarf færri en 60 tíma á mánuði af aðstoð ætti ekki að hafa rétt til þess að fá þá þjónustu sem NPA ef hann hefur vilja til þess!

Endilega látið í ykkur heyra hér og annarstaðar ef þið hafið einhverja skoðun á þessu!
Skrifið bréf til þingmanna, ráðherra, ráðuneyta, sveitarstjórna, sambands íslenskra sveitarfélaga eða annara sem ykkur dettur í hug. Einnig er hægt að senda verkefnastjórninni um innleiðingu NPA ábendingar á eftirfarandi slóð:
https://www.velferdarraduneyti.is/npa/abendingar/