Sjálfstætt líf?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388Sjálfstætt líf og sameinandi samfélag (inngildandi samfélag/ i.e inclusive society) á við um líf utan stofnanaúrræða af öllu tagi. Það snýst ekki „bara“ um það að búa eða búa ekki í ákveðinni byggingu eða stað heldur fyrst og fremst um sjálfsákvörðunarrétt og valfrelsi yfir allar ákvarðanir á sínu eigin lífi og lífstíl.

Stórar stofnanir, sambýli, þjónustukjarnar og jafnvel almenn heimili geta ekki talist uppfylla skilyrði um sjálfstætt líf hafi þjónustan þar einkenni stofnanaúrræða.
Einkenni stofnanaúrræða eru m.a.:

  • Einstaklingar þurfa að deila aðstoð með öðrum
  • Takmörkuð eða engin áhrif einstaklings á hver veitir aðstoðina.
  • Aðgreining eða einangrun einstaklings frá samfélaginu og þátttöku í því.
  • Takmörkuð áhrif einstaklings á daglegar ákvarðanir.
  • Að einstaklingur ráði ekki með hverjum hann býr.
  • Skortur á sveigjanleika þjónustunnar óháð vilja og lífsstíl einstaklings.
  • Foreldraleg nálgun þjónustunnar yfir einstakling.

Stofnanaúrræði geta vissulega boðið fötluðu fólki upp á ákveðið val og stjórn yfir vissum þáttum en verið takmarkandi á öðrum þáttum. Þannig úrræði teljast þó enn til stofnanaúrræða og geta ekki fallið undir skilgreininguna um sjálfstætt líf.

Með vísan í:

Almennar ábendingar nr. 5 um 19. gr. Samningsins SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) um rétt fatlaðs fólks til að lifa sjálfstæðu lífi og vera þátttakandi í samfélaginuu

Evrópusamtök um sjálfstætt líf (ENIL) fagna lykilleiðsögn Sameinuðu þjóðanna um réttinn til sjálfstæðs lífs

 

NPA miðstöðin