Þörf notandans hunsuð?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388

Þessa dagana stendur vinna við smíði frumvarps um innleiðingu NPA. Ekki eru allir sammála um hvað skuli standa í því frumvarpi en ýmsar hugmyndir eru komnar fram.

Ein þessara tillaga fjallar um takmörkun á kostnaði NPA samninga. Nánar tiltekið snýst tillagan um að takmarka kostnað NPA samninga við kostnað þeirrar þjónustu sem notandinn hafði áður.

Já, þú last þetta rétt! Alveg sama hversu ömurlega þjónustu þér var boðið upp á áður þá færðu ekkert meira!

Ég spyr því:

Til hvers erum við eiginlega að þessu?

Er tilgangurinn með NPA mannréttindi eða hagræðing í rekstri sveitarfélaga?

Í upphafi verkefnisins um innleiðingu NPA var lagt af stað með þær áherslur að NPA ætti að vera þjónusta sem uppfyllir raunverulegar þarfir fatlaðs fólks og í handbók velferðarráðuneytisins um NPA er að finna eftirfarandi texta:

„Mikilvægt er að árétta að hér verður hin metna þörf notandans að liggja til grundvallar, en ekki fjárhagslegt bolmagn sveitarfélagsins. Samkomulagið um vinnustundirnar verður að endurspegla að fullu matið á þörf notandans fyrir stuðning til þess að lifa sjálfstæðu lífi. Ekki er hægt að bjóða upp á skert NPA miðað við umsamdar vinnustundir.“

Nú virðist hinsvegar skert þjónusta vera orðin markmiðið eða allavega er metin þörf notandans algert aukaatriði.

Við skulum svo hafa það á kristaltæru að NPA er bara dýrara en hefðbundin þjónustuúrræði þegar þau úrræði eru af mjög skertum gæðum og/eða skertu magni. Þetta hafa nú þegar nokkur sveitafélög staðfest. Einnig snýst NPA líka um mannréttindi, eða í þessu samhengi um réttinn til að fá næga aðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi.

Endilega látið í ykkur heyra hér og annarstaðar ef þið hafið einhverja skoðun á þessu!
Skrifið bréf til þingmanna, ráðherra, ráðuneyta, sveitarstjórna, sambands íslenskra sveitarfélaga eða annara sem ykkur dettur í hug. Einnig er hægt að senda verkefnastjórninni um innleiðingu NPA ábendingar á eftirfarandi slóð:
https://www.velferdarraduneyti.is/npa/abendingar/

NPA án aðstoðar?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388

Þessa dagana stendur vinna við smíði frumvarps um innleiðingu NPA. Ekki eru allir sammála um hvað skuli standa í því frumvarpi en ýmsar hugmyndir eru komnar fram.

Ein þessara tillaga fjallar um takmörkun á mannréttindum vegna fötlunar. Nánar tiltekið að fólk sem þarf aðstoð við verkstjórnarhlutverkið vegna fötlunar sinnar eigi ekki rétt á NPA.

Ég spyr því:

  • Hvernig á að uppfylla þjónustuþarfir fólks sem ekki vill búa á þjónustukjarna og þarf aðstoð við verkstjórnarhlutverkið í NPA?
  • Hvernig rímar þessi tillaga við Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF)?

Samkvæmt norskri fyrirmynd, í stíl við SRFF og samkvæmt þeirri hugmyndafræði sem lagt var upp með, þá er eftirfarandi texti það sem ég myndi vilja sjá:

Kjarni NPA er notendastýring og kjarni notendastýringar er hlutverk verkstjórnandans. Krafa er um að notandinn annist sjálfur verkstýringu en ekki er gerð krafa um það að notandinn sjái um verkstjórnina án aðstoðar. Þeir sem háðir eru stuðningi sem verkstjórnendur geta líka notið notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, að því gefnu að skipulagið sé talið vera notendastýrt á fullnægjandi hátt.

Endilega látið í ykkur heyra hér og annarstaðar ef þið hafið einhverja skoðun á þessu!
Skrifið bréf til þingmanna, ráðherra, ráðuneyta, sveitarstjórna, sambands íslenskra sveitarfélaga eða annara sem ykkur dettur í hug. Einnig er hægt að senda verkefnastjórninni um innleiðingu NPA ábendingar á eftirfarandi slóð:
https://www.velferdarraduneyti.is/npa/abendingar/

Hreyfing fatlaðs fólks í Evrópu samþykkir sameiginlega skilgreiningu á hugtakinu „sjálfstætt líf“ (Independent Living)

EDF LOGOÞann 13. mars 2016 samþykktu European Disability Forum (EDF) sameiginlega skilgreiningu á hugtakinu „sjálfstætt líf“. EDF eru regnhlífarsamtök samtaka fatlaðs fólks í Evrópu, bæði samtaka í einstökum Evrópulöndum og sem starfa yfir landamæri í Evrópu. Á Íslandi er ÖBÍ meðlimur í EDF. Tillagan um hina sameiginlegu skilgreiningu kom frá European Network on Independent Living (ENIL), sem eru regnhlífarsamtök samtaka fatlaðs fólks í Evrópu um sjálfstætt líf og NPA. T.d. eru NPA umsýslufélögin ULOBA í Noregi og JAG í Svíþjóð meðlimir í ENIL. Hér er fréttatilkynningin á vef ENIL, birt 30. mars 2016, sem þessi grein er byggð á. Á vef ENIL er að finna mikið af góðum upplýsingum um sjálfstætt líf og NPA. ENIL fagnar þessum mikilvæga áfanga, sem mun tryggja betri skilning á réttinum til sjálfstæðs lífs í Evrópu, eins og sá réttur er settur fram í 19. gr. samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Í mörg ár hefur ENIL haft áhyggjur af misnotkun hugtaksins um sjálfstætt líf. Sú misnotkun hefur m.a. komið fram hjá stjórnvöldum og þeim sem veita fötluðu fólki þjónustu og ýmsum öðrum. Hugtakið sjálfstætt líf hefur verið notað til að lýsa aðstæðum þar sem fatlað fólk er undir stofnanavaldi, hefur litla eða enga stjórn á lífi sínu eða þeim stuðningi og þjónustu sem það fær. Hugtakið sjálfstætt líf hefur einnig verið notað og látið ná yfir það að vera sjálfum sér nógur og treysta bara á sjálfan sig og þannig gefið í skyn að sjálfsætt líf sé ekki að gæta bestu hagsmuna fatlaðs fólks. Til að berjast gegn slíkum ránum á hugmyndafræði okkar um sjálfstætt líf af þeim aðilum sem eru að veita okkur þjónustu, og sem oft fá fjármagn frá ESB (Evrópusambandið), þá hefur ENIL barist fyrir því að hreyfing fatlaðs fólks kæmi sér upp sameiginlegri skilgreiningu á hugtakinu sjálfstætt líf.

Lesa >>

Fleiri greinar...