Fréttir

Hátíðarfögnuður NPA miðstöðvarinnar á Evrópudegi sjálfstæðs lífs

Hátíðarfögnuður NPA miðstöðvarinnar á Evrópudegi sjálfstæðs lífs

Evrópudagur um sjálfstætt líf er haldinn hátíðlegur víða um Evrópu, 5. maí ár hvert. NPA miðstöðin hélt upp á Evrópudag sjálfstæðs lífs og lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, 5. maí síðastliðinn. Hátíðin var haldin í veislusal veitingastaðarins Nauthóls og boðið var upp á veitingar. Hátíðin hófst á dagskrá sem sjá má hér fyrir neðan og í framhaldinu tók við skemmtileg stund þar sem var mikið spjallað og skrafað.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni af Erni Eyjólfssyni ljósmyndara.

Lesa >>


Jafningjafræðslu- og kynningarfundur á Akureyri

Jafningjafræðslu- og kynningarfundur á Akureyri

Er NPA fyrir mig? Hvað gerir NPA miðstöðin? Svör við þessu og fleiru fást á jafningjafræðslu- og kynningarfundi NPA miðstöðvarinnar sem haldinn verður á Akureyri í næstu viku.

Hvenær? Næsta þriðjudag, 12. júní kl. 16:30.
Hvar? Lions salurinn, 4, hæð, Skipagötu 14 (Alþýðuhúsinu).
Aðgengi? Lyfta í húsinu og aðgengi fyrir fólk í hjólastólum.

Í kjölfarið verður unnt að bóka sérstakan fund með fulltrúum NPA miðstöðvarinnar sem færu fram daginn eftir, miðvikudag.

Lesa >>


Viltu bætt aðgengi í hverfinu þínu?

Viltu bætt aðgengi í hverfinu þínu?

Hverfið mitt er verkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem hugmyndum íbúa hverfa borgarinnar er safnað saman á samráðsvef og í framhaldinu fer fram kosning um hvaða verkefni borgin skuli framkvæma.

Verkefnið er góð leið fyrir íbúa borgarinnar til að hafa áhrif á sín hverfi. Jafnframt er það tilvalinn vettvangur fyrir fatlað fólk til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri opinberlega og hafa áhrif á sitt hverfi t.d. er varðar aðgengismál.

Hugmyndasöfnunin fór í gang þann 27. febrúar og stendur til 20. mars.

Hér má sjá helstu upplýsingar um verkefnið Hverfið mitt þar sem hægt er að senda inn hugmyndir, deila hugmyndum, líka við og kjósa um hugmyndir og rökræða þær.

Lesa >>


Er NPA fyrir mig? Opinn jafningjafræðslu- og kynningarfundur

Er NPA fyrir mig? Opinn jafningjafræðslu- og kynningarfundur

NPA miðstöðin stendur fyrir opnum jafningjafræðslu- og kynningarfundi um NPA, mánudaginn 12. mars kl. 17.00. Farið verður yfir helstu atriði sem snúa að notendastýrðri persónulegri aðstoð og boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Umfjöllunarefni
● Reynslusögur notenda.
● Er NPA fyrir mig?
● Hvernig sækir maður um NPA?

Lesa >>


Jafningjafræðsla: 5% hvað?

Jafningjafræðsla: 5% hvað?

Um hvað snúast þessi 5% eiginlega? Hvernig ber að nýta þau?

Jafningafræðslufundur NPA miðstöðvarinnar verður haldinn næsta fimmtudag, 1. mars, kl. 20:00 á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar, Hátúni 12 (vestur inngangur).

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir mun kynna málið og stýra umræðum.

Fjöldi NPA vinnustunda ræðst af stærð NPA samnings hjá tilteknum NPA notanda. NPA vinnustundin er taxti, fjárhæð sem skipt er í þrennt, launakostnað, umsýslukostnað og kostnað við starfsmannahald.

Lesa >>Fréttasafn

e-max.it: your social media marketing partner