Opnunartími NPA miðstöðvarinnar í sumar

Opnunartími NPA miðstöðvarinnar í sumar verður mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10:00 til 15:00. Vegna námskeiða starfsfólks verður skrifstofa NPA miðstöðvarinnar lokuð frá 17. júní til 24. júní nk. Jafnframt verður skrifstofan lokuð frá 18. júlí til 29. júlí nk. vegna sumarleyfa.

Ef erindið er brýnt utan opnunartíma má senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.eða á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Fréttatilkynning: Nýr kjarasamningur undirritaður

IMG 1486NPA miðstöðin hefur ásamt Eflingu og Starfsgreinasambandinu undanfarin misseri unnið hörðum höndum að gerð nýs kjarasamnings fyrir NPA aðstoðarfólk. Þeirri vinnu lauk í dag, föstudaginn 10. júní 2016, með undirritun nýs kjarasamnings.

Kjarasamningurinn hafði áður verið kynntur á félagsfundi NPA miðstöðvarinnar þann 19. mars sl. og samþykktur þar af félagsmönnum. Gengið var svo endanlega frá kjarasamningnum eftir að hann hafði verið borinn undir Vinnueftirlitið og fengið jákvæða umsögn er sneri fyrst og fremst að hvíldarvöktum aðstoðarfólks (sofandi næturvaktir).

NPA miðstöðin fagnar þessum merka áfanga. Með kjarasamningnum eru treyst í sessi ákveðin viðmið og vinnufyrirkomulag fyrir NPA aðstoðarfólk sem að mati miðstöðvarinnar eru bæði til hagsbóta fyrir NPA notendur og aðstoðarfólk þeirra.

Hinn nýji samningur kemur strax til framkvæmda, en gildandi launatafla samkvæmt samningnum var þegar komin til framkvæmda við launagreiðslur til aðstoðstoðarfólks fyrir nokkru síðan. Næstu daga og vikur mun NPA miðstöðin kynna kjarasamninginn fyrir félagsmönnum sínum og NPA aðstoðarfólki þeirra.

(Á myndinni eru Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, stjórnarformaður NPA miðstöðvarinnar svf., og Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu.)

Kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar við Eflingu

Kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar við Starfsgreinasambandið

Þörf notandans hunsuð?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388

Þessa dagana stendur vinna við smíði frumvarps um innleiðingu NPA. Ekki eru allir sammála um hvað skuli standa í því frumvarpi en ýmsar hugmyndir eru komnar fram.

Ein þessara tillaga fjallar um takmörkun á kostnaði NPA samninga. Nánar tiltekið snýst tillagan um að takmarka kostnað NPA samninga við kostnað þeirrar þjónustu sem notandinn hafði áður.

Já, þú last þetta rétt! Alveg sama hversu ömurlega þjónustu þér var boðið upp á áður þá færðu ekkert meira!

Ég spyr því:

Til hvers erum við eiginlega að þessu?

Er tilgangurinn með NPA mannréttindi eða hagræðing í rekstri sveitarfélaga?

Í upphafi verkefnisins um innleiðingu NPA var lagt af stað með þær áherslur að NPA ætti að vera þjónusta sem uppfyllir raunverulegar þarfir fatlaðs fólks og í handbók velferðarráðuneytisins um NPA er að finna eftirfarandi texta:

„Mikilvægt er að árétta að hér verður hin metna þörf notandans að liggja til grundvallar, en ekki fjárhagslegt bolmagn sveitarfélagsins. Samkomulagið um vinnustundirnar verður að endurspegla að fullu matið á þörf notandans fyrir stuðning til þess að lifa sjálfstæðu lífi. Ekki er hægt að bjóða upp á skert NPA miðað við umsamdar vinnustundir.“

Nú virðist hinsvegar skert þjónusta vera orðin markmiðið eða allavega er metin þörf notandans algert aukaatriði.

Við skulum svo hafa það á kristaltæru að NPA er bara dýrara en hefðbundin þjónustuúrræði þegar þau úrræði eru af mjög skertum gæðum og/eða skertu magni. Þetta hafa nú þegar nokkur sveitafélög staðfest. Einnig snýst NPA líka um mannréttindi, eða í þessu samhengi um réttinn til að fá næga aðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi.

Endilega látið í ykkur heyra hér og annarstaðar ef þið hafið einhverja skoðun á þessu!
Skrifið bréf til þingmanna, ráðherra, ráðuneyta, sveitarstjórna, sambands íslenskra sveitarfélaga eða annara sem ykkur dettur í hug. Einnig er hægt að senda verkefnastjórninni um innleiðingu NPA ábendingar á eftirfarandi slóð:
https://www.velferdarraduneyti.is/npa/abendingar/

Fleiri greinar...