Leiðbeiningar vegna Covid19 fyrir NPA notendur

Leiðbeiningar vegna Covid19 fyrir NPA notendur

NPA miðstöðin hefur útbúið almennar leiðbeiningar fyrir NPA notendur til að bregðast við útbreiðslu Covid19. Leiðbeiningarnar taka mið af útgefnu efni frá sóttvarnarlækni og almannavörnum ásamt þeim upplýsingum sem liggja fyrir frá sveitarfélögum. NPA miðstöðin mun uppfæra leiðbeiningarnar sínar eftir því sem frekari upplýsingar berast og ástæða þykir til.

Síðast uppfært: 12. maí 2020, kl. 09:59.

Lesa >>


NPA miðstöðin flytur!

NPA miðstöðin flytur!

NPA miðstöðin flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði í Urðarhvarf 8 í dag, 1. apríl 2020. Af þeim orsökum getur orðið seinkun á símsvörun og tölvupóstsamskiptum út vikuna

Við biðjumst velviðringar á þeim töfum sem þetta getur valdið og vonum að þið sýnið þessu skilning. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýja staðnum!

 

 
 

Lesa >>


Viðbrögð vegna Covid19 fyrir fatlað fólk með notendastýrða persónulega aðstoð

Viðbrögð vegna Covid19 fyrir fatlað fólk með notendastýrða persónulega aðstoð

Á síðustu vikum hafa sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki á almennum vinnumarkaði unnið að viðbragðsáætlunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónaveirunnar, sem veldur Covid19 sjúkdómnum, hér á landi. Lýst hefur verið neyðarstigi almannavarna vegna útbreiðslu veirunnar og hafa aðgerðir undanfarinna vikna miðast að því að tryggja öryggi þeirra einstaklinga sem er í sérstökum áhættuhópi vegna veirunnar.

Einstaklingar með notendastýrða persónulega aðstoð eru margir hverjir í sérstaklega viðkvæmum hópi. Bæði eru margir þessara einstaklinga í áhættuhópi vegna fötlunar sinnar, þ.e. með undirliggjandi önundarfærasjúkdóma eða skerta lungnastarfsemi, en einnig vegna þess að þeir eru utan stofnanaþjónustu og því hafa almennar aðgerðir sveitarfélaga og viðbragðsáætlanir ekki tekið sérstaklega til NPA notenda.

Lesa >>


Fjölgum störfum með fleiri NPA samningum

Fjölgum störfum með fleiri NPA samningum

Nú þegar ljóst er að fjöldi fólks er að missa störf í samfélaginu vegna áhrifa Covid-19, leitar Alþingi leiða til að styrkja atvinnulífið. Alþingi hefur m.a. óskað eftir tillögum frá ýmsum aðilum til að nýta við það uppbyggingarstarf sem blasir við á næstu mánuðum.

Upplagt er fyrir stjórnvöld að virkja þá NPA samninga sem nú þegar hafa verið samþykktir af sveitarfélögum. Fjöldi fatlaðs fólks hefur fengið samþykki síns sveitarfélags fyrir NPA en bíður í óvissu eftir því að þjónusta sín verði virkjuð. Það eina sem vantar upp á er aukið framlag frá ríkinu. Aukið framlag ríkisins myndi jafnframt tryggja fleiri störf í samfélaginu.

Lesa >>


Upplýsingar um Covid-19

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Uppfært 11. ágúst kl 15:30

Eins og allir vita komst COVID-19 á flug á ný í júlí. Svo virðist sem yfirvöld séu að ná tökum á þeim faraldri sem nú hefur verið í gangi og að tilslakanir séu í kortunum á næstunni. Vonandi reynist það rétt en engu að síður hvetjum við NPA notendur og aðstoðarfólk til þess að renna aftur yfir helstu upplýsingar vegna COVID-19 hér fyrir neðan.

Hlífðargrímur
Þessi dægrin leggja yfirvöld til að fólk noti hlífðargrímur í þeim aðstæðum þar sem ekki er hægt að virða tveggja metra regluna, t.d. ef margir eru í strætó. Í ljósi þess hvetur NPA miðstöðin notendur og aðstoðarfólk til að nota grímur þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni. Góð regla gæti verið að þvo hendur og spritta og setja svo á sig grímu áður en tveggja metra reglan verður „brotin“, þvo síðan hendur í kjölfarið og taka svo af sér grímu og sleppa henni þess á milli. Aðstæður notanda geta þó verið harla ólíkar og af þeim sökum verður hver og einn notandi að meta í samvinnu við sitt aðstoðarfólk hvernig öruggast sé að haga málum þannig að allir aðilar séu sáttir við fyrirkomulagið. Eins og áður eru handþvottur, spritt og tveggja metra reglan það mikilvægasta í persónulegum vörnum hvers og eins. NPA miðstöðin hvetur eigendur og aðstoðarfólk að fylgja í öllu tilmælum landlæknis bæði innan og utan vinnutíma. Núgildandi auglýsing um samkomubann gildir til 13. ágúst þannig að fljótlega ættu línur að skýrast varðandi framhaldið.

Ýmsar leiðbeiningar um notkun hlífðargríma og um handhreinsun

Hér má sjá leiðbeiningar embættis landlæknis um notkun á hlífðargrímum, útgefnar 31. júlí síðastliðinn.
Leiðbeiningar um notkun á hlífðargrímum. 
Instructions on the Use of Face Masks in English.

Embætti landlæknis: Hvernig hlífðargrímur eru notaðar til að verjast útbreiðslu á COVID-19?

Vísindavefurinn: Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smitist af COVID-19?

Vísir: Grímur sagðar virka vel en buff fjölga dropum í loftinu.

Embætti landlæknis: Myndband um handhreinsun.

Fimm prósentin
Fimm prósentin má að sjálfsögðu nota fyrir hlífðargrímur, hanska og annan hlífðarfatnað.

Leiðbeiningar til fatlaðs fólks með NPA, aðra notendasamninga og aðstoðarfólk þeirra
Embætti landlæknis gaf út 3. útgáfu af leiðbeiningum til fatlaðs fólks með NPA, aðra notendasamninga og aðstoðarfólk þeirra vegna COVID-19, þann 26. maí síðastliðinn. Sú útgáfa hefur ekki verið uppfærð en leiðbeiningarnar gilda áfram að undanskildum kafla 12 en í honum er 2 metra reglan ekki regla eins og núna heldur viðmið.

Sýkingar af völdum nýrrar kórónaveiru (COVID-19): Leiðbeiningar til fatlaðs fólks með NPA, aðra notendasamninga og aðstoðarfólk þeirra.

Illness caused by the novel coronavirus (COVID-19): Guidelines for people with disabilities who have personal assistance (NPA or other user agreements), and their personal assistants.

Leiðbeininga plaköt
Margt af félagsfólki NPA miðstöðvarinnar hefur nýtt sér að fá send til sín fjögur plaköt sem NPA miðstöðin lét prenta og plasta síðastliðinn vetur. Þau fjalla um handhreinsun (íslensku og ensku), hvernig draga skal úr sýkingahættu vegna Covid-19 og hvernig vernda skal börn gegn sýkingum. Það getur verið skynsamlegt að hafa myndræn plaköt með leiðbeiningum uppi á vegg til að minna sig og aðstoðarfólk sitt á það helsta sem hafa ber í huga. Félagsfólk NPA miðstöðvarinnar sem óskar eftir að fá tiltekin plaköt, hafið endilega samband við This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sömuleiðis ef ykkur vantar frekari ráðgjöf.

-------

HELSTU UPPLÝSINGAR VEGNA COVID-19

Uppfært 19. maí kl. 10:51

Lesa >>

 

Fréttasafn