Opinn upplýsingafundur fyrir fatlað fólk með NPA, beingreiðslusamninga og aðstoðarfólk þeirra, vegna COVID-19

Opinn upplýsingafundur fyrir fatlað fólk með NPA, beingreiðslusamninga og aðstoðarfólk þeirra, vegna COVID-19

Upplýsingafundur NPA miðstöðvarinnar í samstarfi við Almannavarnir og Embætti landlæknis verður haldinn þriðjudaginn 27. október kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er: Sóttvarnarráðstafanir vegna COVID-19 fyrir fatlað fólk með NPA eða beingreiðslusamninga og aðstoðarfólk þeirra.

Á fundinum gefst einstakt tækifæri til að hlusta á sérfræðinga um kórónaveirufaraldurinn og til að fá svör við þínum spurningum, t.d. spyrja út í notkun á hlífðarbúnaði, rétt viðbrögð við smiti eða sóttkví og hvernig best sé að standa að forvörnum og undirbúningi vegna mögulegra smita. María Rúnarsdóttir, fulltrúi velferðarmála í samhæfingarstöð almannavarna, mun m.a. fara með einföldum hætti yfir helstu atriðin úr útgefnum leiðbeiningum fyrir fatlað fólk vegna COVID-19.

Lesa >>


Myndbönd um sýkingarvarnir, handhreinsun, hlífðarbúnað, einangrun og COVID-19 sýnatöku

Myndbönd um sýkingarvarnir, handhreinsun, hlífðarbúnað, einangrun og COVID-19 sýnatöku

Uppfært 10. október 2020 kl. 14:49

Hér er safn myndbanda sem innihalda góð ráð og upplýsingar varðandi sóttvarnir o.fl. frá embætti landlæknis Íslands.

Myndband um sýkingavarnir fjallar um helstu leiðir í sýkingavörnum þar sem handhreinsun er hvað mikilvægust. Einnig er fjallað um hanska, hlífðargrímur, hlífðargleraugu, hreinlæti við hósta og hnerra, umhverfisþrif, frágang líns (t.d. sængurvera) og áhöld.

Lesa >>Þriðja bylgja COVID-19 á Íslandi

Þriðja bylgja COVID-19 á Íslandi

Eins og allir vita fjölgaði COVID-19 smitum töluvert fyrir stuttu og er litið svo á að þriðja bylgja faraldursins sé nú í gangi hérna á Íslandi. Fjöldi greindra smita á dag náði hámarki þann 18. september síðastliðinn þegar 75 aðilar greindust með veiruna. Síðan þá hefur fjöldi nýgreindra yfirleitt verið á fjórða tug einstaklinga dag hvern. Samkvæmt yfirvöldum gengur vinna rakningarteymis vel.

NPA miðstöðin hvetur notendur og aðstoðarfólk til að halda vöku sinni og rifja reglulega upp helstu leiðbeiningar vegna C-19 og jafnframt fylgjast með og kynna sér nýjar fréttir og upplýsingar eftir því sem þær berast. Við bendum sérstaklega á leiðbeiningar NPA miðstöðvarinnar vegna COVID-19 sem má finna hér fyrir neðan, auk ýmissa frekari upplýsinga

Lesa >>


NPA miðstöðin flytur!

NPA miðstöðin flytur!

NPA miðstöðin flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði í Urðarhvarf 8 í dag, 1. apríl 2020. Af þeim orsökum getur orðið seinkun á símsvörun og tölvupóstsamskiptum út vikuna

Við biðjumst velviðringar á þeim töfum sem þetta getur valdið og vonum að þið sýnið þessu skilning. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýja staðnum!

 

 
 

Lesa >>

 

Fréttasafn