NNDR ráðstefna um rannsóknir í fötlunarfræðum

NNDR ráðstefna um rannsóknir í fötlunarfræðum

5. júní 2023

Nordic Network of Disability Research ráðstefnan var haldin núna 10.-12. maí síðastliðinn. Ráðstefnan var haldin í 16. sinn í ár og fór að þessu sinni fram hér á Íslandi.

NPA miðstöðin var þess heiðurs aðnjótandi að flytja erindi á ráðstefnunni. Erna Eiríksdóttir fræðslustýra miðstöðvarinnar var með tvö erindi á ráðstefnunni og hún og Rúnar formaður voru svo saman með eitt. Hér má sjá yfirlit yfir erindin: 

Lesa >>


Nýr kjarasamningur NPA aðstoðarfólks

Nýr kjarasamningur NPA aðstoðarfólks

24. maí 2023

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar samþykkti síðastliðinn laugardag, 20. maí, kjarasamninga NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið um kjör aðstoðarfólks og sérkjarasamning um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma, sem undirritaður var þann 9. maí. Áður hafði samningurinn verið samþykktur af félagsfólki Eflingar sem starfar hjá NPA miðstöðinni þann 19. maí síðastliðinn. 

Lesa >>


Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar 2023

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar 2023

23. maí 2023, uppfært 26. maí 2023

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar 2023 fór fram síðastliðinn laugardag, þann 20. maí í húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8. Var vel mætt á fundinn.

Skýrsla stjórnar NPA miðstöðvarinnar
Nánari upplýsingar um starfsemi NPA miðstöðvarinnar á nýliðnu starfsári og helstu verkefni á næstunni, má finna í skýrslu stjórnar NPA miðstöðvarinnar 2023. Hér verða samt einnig rakin nokkur atriði um starfsemi og þjónustu NPA miðstöðvarinnar.

Lesa >>


Áralöng kyrrstaða á enda - loksins fjölgar NPA samningum!

Áralöng kyrrstaða á enda - loksins fjölgar NPA samningum!

Þær stórgóðu fréttir bárust nýlega að til stæði að hækka framlög ríkisins til NPA samninga um nær 50% á komandi ári. Þessar jákvæðu breytingar á fjárlagafrumvarpi ársins 2023 eru afrakstur mikillar baráttu af hálfu fatlaðs fólks.

Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er gert ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum á næsta ári. NPA miðstöðin telur þó rétt að taka þessari tölu um fjölgun samninga með fyrirvara. Ólíklegt þykir, út frá fyrirliggjandi kostnaðargreiningu á NPA samningum sem eru í gildi, að áætlað viðbótarfjármagn dugi fyrir 50 nýjum samningum. Engu að síður, ætti þessi innspýting að stytta biðlista eftir NPA verulega og því ber að fagna þar sem fjöldi samninga hefur nær staðið í stað um talsvert langt skeið.

Lesa >>


Sögulegt samstarf hagsmunafélaga fatlaðs fólks og sveitarfélaga

Sögulegt samstarf hagsmunafélaga fatlaðs fólks og sveitarfélaga

Hagsmunasamtök fatlaðs fólks og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu einhuga að baki þeirri kröfu að forgangsmál væri að eyða óvissu um áframhaldandi þátttöku ríkisins í fjármögnun NPA þjónustuformsins á næstu árum, á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðmundi Inga félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðastliðinn föstudag.

Skorað var á ráðherrana að beita sér fyrir því að framtíðar-fyrirkomulag NPA verði treyst í sessi, að fjármögnun verði tryggð til þess að fjölga NPA samningum og jafnframt að svartími og bið eftir þjónustuforminu verði í takt við gerðar áætlanir.

Lesa >>

 

Fréttasafn

NPA miðstöðin