Störf í boði
Hér finnur þú upplýsingar um laus störf í notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Verkstjórnendur NPA miðstöðvarinnar auglýsa sjálfir eftir aðstoðarfólki en NPA miðstöðin kemur að umsýslu og veitir ráðgjöf í ferlinu.
Hvernig á að sækja um NPA starf?
Þú sækir um í gegn um vefinn Alfreð.is
Þegar þú sækir um NPA störf, athugaðu eftirfarandi:
- Umsækjendur þurfa að vera orðnir að minnsta kosti 20 ára.
- Beðið er um sakavottorð
Hlutverk aðstoðarfólks
Aðstoðarfólk í NPA vinnur í samræmi við hugmyndafræðina um sjálfstætt líf. Þetta þýðir að við, sem notum NPA þjónustuna – fatlað fólk sem stýrir eigin aðstoð – stjórnum sjálf hvaða verk eru unnin, hver framkvæmir þau, hvar og hvenær aðstoðin fer fram. Aðstoðarfólk styður okkur þannig við að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, námi eða fjölskyldulífi.
Aðalhlutverk aðstoðarfólks er að aðstoða okkur við athafnir sem við getum ekki framkvæmt sjálf vegna fötlunar. Starfið er mjög fjölbreytt og fer eftir okkar þörfum og lífsstíl. Mikilvægast er að aðstoðarfólk virði rétt okkar til að stjórna eigin lífi og aðstoð, og taki aðeins þátt í því sem við viljum eða biðjum um.
Umsækjendur ættu að skoða auglýsingatexta vandlega og hafa samband ef frekari upplýsingar eru óljósar. Verið velkomin að senda fyrirspurnir eða umsóknir á netfangið okkar.