NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar hleypt af stokkunum

 2021_1015_heildarnamskeid.jpg

SKRÁNING Opna skráningarform
FYRIRSPURNIR OG ÁBENDINGAR This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar veita alhliða þekkingu og góða innsýn í NPA. Námskeiðið er þróað undir handleiðslu og út frá forsendum NPA notenda. Ekkert um okkur án okkar!

Námskeiðið er í sex hlutum og verður fyrsti hluti námskeiðsins í boði miðvikudaginn 27. október næstkomandi, kl. 13:00-16:00. 

Hluti 1 verður fyrir verkstjórnendur, aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur saman. Hluti 2 verður í þremur hlutum - eitt námskeið fyrir verkstjórnendur, annað fyrir aðstoðarfólk og það þriðja fyrir aðstoðarverkstjórnendur. Hluti 3 verður svo í tveimur hlutum, annars vegar fyrir verkstjórnendur og hins vegar fyrir aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur. Skipting í hópa ræðst af efni námskeiðs hverju sinni.

FYRIR HVERJA? NPA Námskeið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
KOSTNAÐUR? Frítt fyrir ­félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar. Fyrir aðra: Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina og kr. 2.000 fyrir einn námskeiðshluta.

Lesa >>