Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar var haldinn á Hótel Natura 25. maí síðastliðinn
Alls mættu 23 eigendur í NPA miðstöðinni , þar af 9 rafrænt og 11 úr starfshópi skrifstofunnar.
Kosið var í nýja stjórn til eins árs og í stjórn voru kosnir:
Formaður:
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson.
Stjórn:
Hallgrímur Eymundsson,
Margrét Sigríður Guðmundsdóttir,
Salóme Mist Kristjánsdóttir,
Þorbera Fjölnisdóttir.
Varastjórn:
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, 1. varamaður,
Halldóra Sigríður S. Bjarnadóttir, 2. varamaður
Margrét Lilja Arnheiðardóttir, 3. varamaður.
Hér má lesa skýrslu stjórnar NPA miðstöðvarinnar fyrir starfsárið 2023-2024
Myndlýsing: Myndin er tekin á Aðalfundi NPA miðstöðvarinnar. Á henni má sjá átta einstaklinga sitja við borð, fráfarandi stjórn NPA miðstöðvarinnar, samskiptastýru, fundarritara og fundarstjóra. Stjórnarmeðlimir eru í hjólastólum og af þeim átta sem sitja við borðið eru þrjár konur sem eru ljóshærðar, fjögur eru dökkhærð og ein kona með bleikt hár. Á borðinu fyrir framan stjórnina er hvítur dúkur og á skjávarpa fyrir aftan stendur NPA miðstöðin í bleik rauðum lit og fyrir neðan stendur Aðalfundur 2024 í appelsínugulum lit.