NPA miðstöðin hefur nú tekið saman útreikninga á jafnaðartaxta NPA samninga á þeim launatöflum NPA aðstoðarfólks sem hafa gildistíma frá 1. febrúar 2024 til 31. desember 2024.
Útreikningar á jafnaðartaxta NPA samninga
1. febrúar 2024 til 31. desember2024
Grænn taxti 8.367 kr. jafnaðartaxti sólarhringssamninga.
Gulur taxti 7.470 kr. jafnaðartaxti sólarhringssamninga með hvíldarvöktum.
Blár taxti 7.681 kr. jafnaðartaxti NPA samninga án næturvakta.
Kjarasamningar NPA miðstöðvarinnar við Starfsgreinasambandið (SGS) og Eflingu um laun aðstoðarfólks, gildir frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028. NPA miðstöðin hefur á undanförnum árum reiknað út jafnaðartaxta NPA samninga fyrir sveitarfélög út frá gildandi launatöflum hverju sinni. Jafnaðartaxtinn er reiknaður út frá kjarasamningi NPA aðstoðarfólks og þeim opinberu gjöldum sem leggjast á laungreiðendur hverju sinni. Reiknaður er launakostnaður fyrir allar klukkustundir á tímabilinu 1. febrúar til 31. desember 2024. Í útreikningunum er miðað við hvernig viku- og helgidagar falla á því tímabili. Við útreikninga er miðað við vegið meðaltal úr 10 manna hópi aðstoðarfólks þar sem enginn aðstoðarmaður er í byrjunarlaunaþrepi, fimm eru í 1. árs þrepi, tveir í 3. árs þrepi, tveir í 5. árs þrepi og einn í 9. árs þrepi. Framlög til starfsmannakostnaðar (5%) og umsýslu (10%) eru svo afreiknuð sem hlutföll af heildarframlagi vegna launa, sbr. reglugerð. Auk þess er tekið tillit til orlofs og annarra kjarasamningsbundinna þátta o.fl.
Myndlýsing: Á myndinni má sjá þrjá kassa í mismunandi litum á hvítum grunni. Efsti kassinn er blár. sá í miðjunni er appelsínugulur og neðsti kassinn er blár. Inn í kössunum er texti sem er á grænum grunni, appelsínugulum grunni og bláum grunni