Skip to Content

Félagsfólk á ferðalagi með aðstoðarfólki

10. apríl 2025 by
Félagsfólk á ferðalagi með aðstoðarfólki
NPA miðstöðin svf, Andri Valgeirsson

Við hvetjum verkstjórnendur til að skipuleggja sín sumarleyfi með aðstoðarfólki vel, enda er að ýmsu að huga.

Huga þarf að eftirfarandi við skipulag sumarfrís verkstjórnenda:

  • Gera vaktaplön fyrir aðstoðarfólk.
  • Huga að dagpeningum aðstoðarfólks.
  • Gera ferðasamninga við aðstoðarfólk.
  • Ýmislegt fleira.

Ráðgjafar til þjónustu reiðubúnir

Ráðgjafar NPA miðstöðvarinnar geta aðstoðað félagsfólk miðstöðvarinnar við ýmislegt tengt skipulagi ferðalaga og sent félagsfólki eyðublöð til að nota við gerð ferðasamnings.  

Skipulag ferðalaga

  • Aðstoðað við starfsmannamál og vaktaplön á meðan á ferð stendur. 
  • Veitt ráðleggingar varðandi dagpeninga. 
  • Aðstoðað við að gera ferðasamning við aðstoðarmanneskju. 
  • Ýmislegt fleira. 

Meðal annars er hægt að setja eftirfarandi atriði inn á ferðasamningseyðublaðið: 

  • Vaktaplan aðstoðarfólks.  
  • Vaktafrí aðstoðarfólks.  
  • Upplýsingar um hvort dagpeningar verði greiddir eða hvort útlagður kostnaður verði endurgreiddur. 
  • Upplýsingar um hvar aðstoðarfólk muni sofa/gista.

Athugið að félagsfólk miðstöðvarinnar hefur einnig aðgang að: 

  • Ítarefni um skipulag vakta yfir hátíðir
  • Eyðublaði þar sem hægt er að skrá sumarfrí aðstoðarfólks
  • Sérstökum ferðasamningum fyrir aðstoðarfólk áður en haldið er í ferðalög
  • Sérstakri handbók fyrir verkstjórnendur

Myndlýsing: Á myndinni má sjá unga konu sem er í hjólastól. Hún er ljóshærð og er klædd í hvítan bol og hvítar buxur og er í hvítum og svörtum skóm. Hún er með heyrnartól og brosir. Fyrir aftan hana sjást kona og maður sem ganga í burt frá konunni, há hús og há tré með grænum laufblöðum og grátt hellulagt torg.