Skip to Content

Hátíðisdagar sumarið 2025

16. apríl 2025 by
Hátíðisdagar sumarið 2025
Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Á helgidögum og stórhátíðum ber að greiða starfsfólki álagsgreiðslur fyrir að vinna á þeim dögum. Álag er mismunandi eftir því hvaða hátíðisdag er um að ræða. Álag á tilteknum hátíðisdegi eru mismunandi, eftir því hvað klukkan er, óháð því á hvaða degi vikunnar þessir hátíðisdagar lenda. Ekki greiðist álag á meðan á hvíldarvakt stendur en viðeigandi álag greiðist fyrir hvíldarrof.

Hér er yfirlit yfir hátíðisdaga sumarið 2025

  • Baráttudagur verkalýðsins: Fimmtudagur 1. maí  
  • Uppstigningardagur: Fimmtudagur 29. maí  
  • Hvítasunnudagur: Sunnudagur 8. júní 
  • Annar í hvítasunnu: Mánudagur 9. júní 
  • Þjóðhátíðardagur íslendinga: Þriðjudagur 17. Júní 
  • Frídagur verzlunarmanna: Mánudagur 4. ágúst


Myndlýsing: Mynd 1: Á myndinni er lítill gulur páskaungi, lítil gul páskakanína og lítið páskaegg með mynd af hvítrí páskakanínu í rauðum kjól. Páskakanínurnar standa fyrir framan gráan blómavasa og standa þau á brúnum og ljós brúnum trjábol. Í vinstra horninu sést í páskalilju með gulum blómum og grænum laufblöðum og þar fyrir neðan sést í lítið fjóliblátt páskaskraut.

Mynd 2: Á myndinni má sjá upplýsingar um mismunandi hátíðarálag á mismunandi hátíðardögum sumarið 2025. Álagið er sýnt með sex láréttum súlum í mismunandi appelsínugulum og gulum litum. Allur texti á myndinni er í mismunandi svörtum lit nema setningin Frá 1. maí og fram á sumar er í appelsínugulum lit. Í hægra horninu er litríkt merki NPA miðstöðvarinnar.