Skip to Content

Nýr kjarasamningur hefur tekið gildi

12. september 2024 by
Nýr kjarasamningur hefur tekið gildi
NPA miðstöðin svf, Andri Valgeirsson

NPA aðstoðarfólk hjá miðstöðinni fékk greitt samkvæmt nýjum kjarasamningi þann 31. maí síðastliðinn. Launaflokkur aðstoðarfólks, öll þrep, hækkuðu um 5,9%, eins og í launatöflu í aðalkjarasamningi Eflingar, SGS og SA, sem miðað er við. Auk launahækkana er helsta breytingin í nýjum kjarasamningi sú að aðstoðarfólk fær fleiri orlofsdaga en áður. Sú breyting tekur ekki gildi fyrir frítöku í sumar heldur á næsta ári. Aðstoðarfólk byrjar hins vegar strax að vinna sér inn þessi auknu réttindi fyrir næsta ár, þ.e. frá og með 1. maí 2024.

Þar sem samningurinn gildir frá 1. febrúar 2024, mun aðstoðarfólk fá afturvirkar launahækkanir aftur til 1. febrúar 2024. Afturvirkar launahækkanir, verða greiddar út þegar meirihluti sveitarfélaga hefur hækkað sína taxta í samræmi við nýjan kjarasamning.

Félagsfólk og aðstoðarfólk miðstöðvarinnar er hvatt til að leita til miðstöðvarinnar, hafi það einhverjar spurningar varðandi kjarasamninginn.

Myndlýsing: Á myndinni má sjá sex einstaklinga sitja við langborð þar sem verið er að undirrita kjarasamning NPA miðstöðvarinnar við Eflingu stéttarfélag og Starfsgreinasambandið. Einn maðurinn er í hjólastól. Veggirnir eru fjólubláir og hvítir. Á skjánum má sjá að sex ferhyrninga, í einum þeirra er dökkhærð kona og fyrir aftan hana er málverk. Í þremur ferningum eru fletirnir alveg svartir en með hring í miðjunni með tveimur stöfum í miðjunni og ferningurinn neðst vinstra megin er alveg svartur. Á ferningnum efst í hægra horninu megin er mynd af manni sem er að stunda útivist inn í hringnum.

Mynd: Katrín Oddsdóttir